fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Festi sjaldgæfar norðurljósakrullur á myndband í Kerinu – Eins og titrandi gítarstrengur

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 1. febrúar 2024 12:30

Dai festi krullurnar á myndband við Kerið í Grímsnesi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geimljósmyndari að nafni Jeff Dai náði merkilegum myndum af norðurljósakrullum við Kerið í Grímsnesinu. Afar sjaldgæft er að þetta náist á mynd.

Fréttamiðillin Wion News greinir frá þessu.

Dai tók myndbandið þann 16. janúar síðastliðinn. Í myndbandinu sést glögglega bein lína norðurljósa en í miðju þess eru eins konar krullur sem iða.

Xing-Yu Li, sérfræðingur við Beijing háskóla, útskýrir fyrirbærið í frétt Wion. Fólk eigi að ímynda sér að segulsvið jarðar sé eins og gítarstrengur. Á þessa nokkurra kílómetra löngu strengi geti komið titringur.

Titringurinn er vanalega aðeins sjáanlegur eða mælanlegur með sérstökum búnaði, ekki með hefðbundnum myndavélum. „Titringurinn var yfir miðpunktinum í nokkrar mínútur,“ sagði Dai í færslunni með myndbandinu á Instagram.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar“

„Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Í gær

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“
Fréttir
Í gær

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Í gær

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar