fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Sigríður Hagalín fékk 12 mánaða starfslaun – Hún verður ýmist í leyfi eða í hlutastarfi hjá RÚV

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. desember 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fréttamaður á RÚV, hefur vakið mikla athygli fyrir skáldsögur sínar undanfarin ár og kemur því líklega fáum á óvart að hún hafi hlotið 12 mánaða starfslaun listamanna fyrir árið 2025.

Sigríður er einnig landsþekkt fyrir störf sín hjá sjónvarpi allra landsmanna og því vaknar sú spurning hvort hún fari í starfsleyfi frá RÚV á meðan hún nýtur starfslauna. Sigríður segist aðspurð ýmist vera í leyfi frá störfum eða í hlutastarfi hjá RÚV á meðan starfslauna nýtur:

„Í 7. grein reglugerðarinnar um starfslaun listamanna segir: „Fullt starf í skilningi þessara laga miðast við 67% starf eða meira. Þeir sem njóta starfslauna í sex mánuði eða lengur skulu því ekki gegna öðru starfi sem telst meira en þriðjungur úr stöðugildi meðan þeir fá greidd starfslaun enda hindri það ekki listamanninn í því að sinna því verkefni sem starfslaunin voru veitt til.“ Þannig að ég verð ýmist í leyfi eða vinn undir 33% á RÚV á næsta ári, eins og ég hef gert hingað til á meðan ég er á starfslaunum. Ég er svo heppin að eiga skilningsríkan vinnuveitanda sem veitir mér svigrúm til að stilla vinnuna af þannig að ég geti skrifað. Það er ágætt að hafa í huga að þessar 560.000 krónur eru greiddar út í verktöku, við eigum eftir að greiða af þeim skatta og launatengd gjöld. Eftir standa um 380.000 krónur á mánuði, sem eru hin raunverulegu listamannalaun.“

Sjá einnig: Þessi fá listamannalaun árið 2025 – Fá 560 þúsund í verktakalaun á mánuði

Sigríður segir jafnframt að hún kunni afar vel að meta úthlutunina. „Ég er glöð og þakklát fyrir úthlutunina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“