fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Eldgosinu lokið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. desember 2024 14:47

Mynd á vef Veðurstofu Íslands af gígnum sem tekin var um hádegi í dag og sýnir enga virkni í honum. (Mynd: Björn Oddsson/Almannavarnir Ríkislögreglustjóra)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilkynningu Veðurstofu Íslands er eldgosinu sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga 20. nóvember síðastliðinn lokið.

Samkvæmt tilkynningunni var þetta staðfest í dag þegar Almannavarnir flugu drónaflug yfir svæðið og hafi engin virkni verið sjáanleg. Síðast hafi sést glóð í gígnum á vefmyndavélum að morgni 8. desember.

Eldgosið hófst að kvöldi 20. nóvember og stóð yfir í 18 daga og var annað stærsta gosið að flatarmáli á Sundhnúksgígaröðinni af þeim sjö sem hafa orðið frá desember 2023, segir enn fremur í tilkynningunni.

Að lokum segir í tilkynnigunni að eins og áður var greint frá hafi landris á svæðinu hafist að nýju og haldið áfram síðustu daga. Þetta bendi til þess að kvikusöfnun undir Svartsengissvæðinu sé hafin á ný.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Í gær

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hörður hafnar með öllu ásökunum Haddar og ætlar í mál dragi hún orð sín ekki til baka

Hörður hafnar með öllu ásökunum Haddar og ætlar í mál dragi hún orð sín ekki til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu