fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Páll hissa á hvernig talað er um Ingu: Á „miklu meira erindi“ í ríkisstjórn en þeir þingmenn sem tala niður til hennar

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 6. desember 2024 08:30

Páll Magnússon Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, kveðst hissa á því hvernig talað er um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, og hennar fólk í flokknum.

Páll þekkir vel til Ingu en hann var sjálfur kjörinn á þing árið 2016 og sat þar til ársins 2021. Inga kom inn á þing árið 2017 og hefur látið til sín taka síðan þá.

Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Páll:

„Mér hefur fundist hálf nöturlegt að sjá og heyra sumt fólk tala af nokkru yfirlæti og drambi niður til Ingu Sæland og hennar fólks. Jafnvel kallað þau „óstjórntæk“ og fleira í þeim dúr. Þessu fólki finnst Inga ekki nógu dönnuð – og tali um pólitík af alltof miklum æsingi og tilfinningasemi,” segir Páll í færslu sinni og heldur áfram:

„En mætti ég tíu sinnum frekar biðja um pólitíska ástríðu Ingu Sæland en geðleysi og dugleysi margra þeirra sem hafa mokast inn á þing í gegnum uppeldisstöðvar flokkanna. Ég hefði a.m.k. miklu frekar viljað vera í ríkisstjórn með Ingu Sæland en flestum þeim þingmönnum sem hafa talað niður til hennar í gegnum árin.“

Páll segir að þjóðin hafi líka hent ýmsum þeirra út af þingi um liðna helgi, meðal annars tveimur stjórnmálaflokkum í heilu lagi. Á sama tíma og sama þjóð veitti Ingu Sæland glæsilegt brautargengi upp á 14% fylgi og tíu þingmenn. Flokkur hennar hafi til dæmis verið stærstur allra í Suðurkjördæmi.

Páll talar afar vel um Ingu Sæland.

„Inga Sæland er hörku stjórnmálamaður, brennur fyrir sannfæringu sinni og á miklu meira erindi í ríkisstjórn en flestir þeir stjórnmálamenn sem telja sig þess umkomna að tala niður til hennar!“

Margir taka undir með Páli og hrósa honum fyrir að tala hreint út. Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er sama sinnis og Páll og segir í athugasemd:

„Þó við Inga séum ekki alltfa sammála í pólitík þá hef ég sagt og segi og tek undir með þér Palli að hún á alla mína virðingu skilið fyrir dugnað og áræði í pólitík og þann árangur sem hún hefur náð. Hún hefur það fram yfir marga sem nærri mér stóðu að hafa hringt til mín þegar mikið gekk á og veitt mér stuðning og styrk, því mun ég aldrei gleyma og það á Inga inni hjá mér. Vel mælt Palli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“