fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Á Reykjavíkurborg að taka upp viðmiðunarverð á veitingastöðum?

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. desember 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður og frambjóðandi Sósíalistaflokksins í nýafstöðnum alþingiskosningum veltir upp þeirri hugmynd á Facebook-síðu sinni að Reykjavíkurborg taki upp viðmiðunarverð á veitingastöðum til að sporna við of hárri verðlagningu.

Tilefni pistilsins er frétt RÚV um að borgaryfirvöld í Róm hafi tekið upp viðmiðunarverð á hinum vinsæla rétti spaghetti carbonara á veitingastöðum borgarinnar. Verðið er 12 evrur, um 1.750 íslenskar, en dæmi er um að rétturinn sé seldur á 20 til 30 evrur, 2.900 til 4.400 íslenskar krónur. Hér er þó ekki um skipun yfirvalda til veitingamanna í Róm að ræða heldur viðmið sem á að vera hvatning til að hafa verðlagningu á réttinum sanngjarna. Veitingamenn vísa í háa húsaleigu til skýringa á verðlagningu sinni. Tilefni þessara aðgerða borgaryfirvalda í Róm er að búist er við metfjölda ferðamanna til borgarinnar á næsta ári vegna sérstaks hátíðarárs sem verður í Vatíkaninu.

Í færslu Gunnars Smára ber hann viðmiðunarverðið í Róm saman við verðið á sama réttinum í Reykjavík:

„Verðið á Grazie Trattoria á Hverfisgötunni, sem er vinsælasti ítalski veitingastaðurinn samkvæmt Trip Advisor er 4.290 kr. sem er 145% yfir viðmiðunarverðinu í Róm.“

Eins og París

Gunnar Smári er þó áhugasamur um að borgaryfirvöld í Reykjavík gangi lengra í þessum efnum en borgaryfirvöld í Róm og líti fremur til Parísar:

„Kannski ættu borgaryfirvöld í Reykjavík að taka upp svona viðmiðunarverð. Jafnvel að tengja útgáfu veitingaleyfa við tiltekin verð eins og gert er í París. Þar er opinbert verðlag á kaffi, ákveðið verð ef þú drekkur það við barinn, aðeins hærra ef þú situr inni og eilítið hærra ef þú situr út á terrössunni. Það er líka bannað að rukka gesti fyrir vatnsglas. Og opinber verðlagning nær víða. Það er t.d. verðlagsnefnd sem ákveður hvað venjulegt baquette í bakaríum kostar. Sum bakarí fara fram hjá þessum með því að bjóða upp á súrdeigs-baquette en hin opinbera verðlagning er eftir sem áður viðmið sem bakaríin geta ekki farið langt frá.“

Gunnar Smári segir að lokum að rétti tíminn til að skoða aðgerðir af þessu tagi sé núna:

Það er of seint að grípa til aðgerða þegar túristarnir eru flúnir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan leitar þessara fjögurra manna

Lögreglan leitar þessara fjögurra manna
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur
Fréttir
Í gær

Kom íbúum í Hamraborg á óvart að sjá gröfur í garðinum – „Bæjarstjórinn er ekki að auka vinsældir sínar með þessu, alls ekki“

Kom íbúum í Hamraborg á óvart að sjá gröfur í garðinum – „Bæjarstjórinn er ekki að auka vinsældir sínar með þessu, alls ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ýtti óvart á „senda“ – Varð til þess að háleynileg og rándýr áætlun reyndist nauðsynleg

Ýtti óvart á „senda“ – Varð til þess að háleynileg og rándýr áætlun reyndist nauðsynleg