fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Sara hætt í Pírötum: „Fullreynt fyrir mig sem einstakling“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. desember 2024 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Elísa Þórðardóttir, listamaður og varaþingmaður Pírata, hefur ákveðið að segja skilið við flokkinn. Sara var í 5. sæti á lista flokksins í Reykjavík suður fyrir kosningarnar á laugardag en eins og kunnugt er fengu Píratar þriggja prósenta fylgi og engan þingmann kjörinn.

Sara hefur verið hluti af hreyfingunni í tæpan áratug en í færslu á Facebook-síðu sinni tíundar hún ástæður þess að hún ákveður nú að láta gott heita.

„Síðustu fjórar Alþingiskosningar hef ég gefið kost á mér fyrir flokkinn og verið svo lánsöm að fá mikla þingreynslu sem varaþingmaður. Samanlagt 8 mánuði, næstum heilt þing. Það er ómetanleg reynsla að búa að. Hins vegar hef ég og áherslur mínar á td. sjálfsvígsforvarnir ekki hlotið jafnmikið brautargengi innan flokksins eins og ég hefði vonast eftir. Og nú þegar að flokkurinn er dottinn út af þingi er þetta allt fullreynt fyrir mig sem einstakling,“ segir hún og heldur áfram:

„Ég neita að trúa því að það sé náttúrulögmál að við missum um í einn á viku hérlendis á þann óbærilegan máta. Oft er það ungt fólk í blóma lífsins sem sér ekki fram úr erfiðleikunum og grípur til örþrifaráða. Stundum börn. Flest sjálfsvíg eru nefnilega fyrirbyggjanleg,“ segir hún.

Sara kveðst hafa áhyggjur af því að ný ríkisstjórn – hver sem hún verður – verði með málaflokkinn í hjáverkum þar sem ærin verkefni eru vissulega fram undan.

„Ég hef eignast fullt af dásamlegum vinum í flokknum sem verða það að sjálfsögðu áfram.

En ég er sko hvergi nærri hætt í pólitík og er full af eldmóði gagnvart þeim málefnum sem ég er vakin og sofin yfir. Aldeilis hreint ekki hætt heldur rétt að byrja!

Nú hefst ný vegferð sem ég hlakka til að hefja af krafti. Meira um það síðar,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi