fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Ásakanir um slæman aðbúnað barna og algjöran skort á leikskólastarfi á leikskóla í Reykjavík

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. nóvember 2024 17:04

Leikskólinn Lundur. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg er nú með til skoðunar ábendingar og ásakanir um slæman aðbúnað og algöran skort á öllu sem getur talist eðlilegt leikskólastarf á leikskólanum Lundi í Kleppsgörðum sem er sjálfstætt starfandi og því ekki rekinn af borginni sjálfri.

Vísir greinir frá málinu. Þar kemur fram að starfsfólk borgarinnar hafi farið í heimsókn á leikskólann í dag án þess að gera boð á undan sér. Borgin segir að ábendingar hafi borist um slæman aðbúnað og óviðundandi leikskólastarf á Lundi.

Í umræðum í Facebook-hópnum mæðratips taka nokkrar fyrrverandi starfskonur Lundar til máls og segja starfið á leikskólanum bókstaflega ekki vera neitt. Ein þeirra segir, samkvæmt frétt Vísis, meðal annars að börnin fari aldrei fara út að leika, að ekkert skipulagt starf sé í leikskólanum og að flest börnin væru grátandi mest allan daginn og að væflast um í herbergjum.

Þá segir í fréttinni að konan segi börnin reglulega skilin eftir í litlum og köldum herbergjum með gömul og óspennandi leikföng. Í þessum herbergjum séu þau frá því að þau mæta um klukkan 8 og til 11. Þá fari þau að borða og leggja sig. Eftir það fari þau aftur í herbergin.

Þá sagði hún matinn eins allar vikur og að á leikskólanum starfi of fáir starfsmenn og fáir skilji íslensku. Þá sagði hún einnig starfsmenn reglulega pirra sig á börnunum.

Pottur brotinn

Í fréttinni segir ennfremur að borgin muni halda áfram að kanna málið eftir helgi.

Á Lundi eru börn á aldrinu 9 mánaða til 2 ára og því um svokallaðan ungbarnaleikskóla að ræða. Í auglýsingu á Alfreð.is þar sem auglýst var eftir starfsmanni segir í kynningu á leikskólanum:

„Í Lundi er lögð áhersla á gleði dag hvern, virðingu og væntumþykju. Rík áhersla er lögð á að í öllu starfi leikskólans sé þörfum og getu hvers og eins barns mætt af skilningi og réttlæti. Við nám og störf er velferð barnsins ávallt haft að leiðarljósi.“

Það bendir hins vegar ýmislegt til að misbrestur hafi orðið á þessu, miðað við frétt Vísis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Í gær

Fær ekki afhenda samninga um innkaup á Covid-bóluefnum

Fær ekki afhenda samninga um innkaup á Covid-bóluefnum
Fréttir
Í gær

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Í gær

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útiloka ekki að um einhvers konar árás sé að ræða

Útiloka ekki að um einhvers konar árás sé að ræða