fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Getur ekki orða bundist eftir að hafa hlustað á Sigmund Davíð í gærkvöldi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, segist ekki geta orða bundist eftir að hafa hlustað á Sigmund Davíð Gunnlaugsson í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.

„Ég er að hlusta á Sigmund Davíð tala um svakalega erfiða fjárhagsstöðu ríkissjóðs þegar hann tók við 2013 og að hann hafi unnið mikið afrek við að koma á hallalausum fjárlögum 2014 og ná niður verðbólgu. Staðreyndin er sú að halli ríkissjóðs var samkvæmt fjárlögum 2013 um 3,6 milljarðar króna. Var 216 milljarðar árið 2009,“ segir Oddný í færslu á Facebook-síðu sinni en hún var fjármálaráðherra árin 2011 til 2012.

Í viðtalinu sagði Sigmundur, sem tók við sem forsætisráðherra árið 2013, að ríkisstjórn hans hefði tekið við í mjög erfiðu ástandi; hallarekstur ríkisins verið miklu meiri en gert hafði verið ráð fyrir og ríkisstjórn hans einsett sér að skila hallalausum fjárlögum.

Á sama tíma hefði stjórnin kynnt skattalækkanir, auknar vaxtabætur og barnabætur og auknar greiðslur til eldri borgara og öryrkja.

„Hver var afraksturinn? Vextir féllu eins og steinn og þegar árið var gert upp var meira en 70 milljarða afgangur.“

Í færslu sinni bendir Oddný á að verðbólgan hafi verið 18,6% í janúar 2009 en hafi verið komin niður í 3,3% þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs tók við.

„Mér finnst hins vegar blasa við að árin 2013-2016 hafi verið ár glataðra tækifæra þegar enn var slaki í hagkerfinu en möguleiki á uppbyggingu innviða ekki nýttur. Og hann sagðist hafa hækkað barnabætur. Það er rangt. Hann hélt sömu krónutölu og í fjárlögum 2013. Semsagt raunlækkun. Gat bara ekki orða bundist,“ segir hún í færslu sinni.

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, gagnrýndi Sigmund einnig í færslu á Facebook.

„Sigmundur Davíð var að stæra sig af að hafa lækkað skatta og náð hallalausum fjárlögum á sama tíma. Þetta er rangt. Hann lækkaði skatta á hin tekjuhæstu en hækkaði umtalsvert skatta á fólk með miðlungstekjur og gríðarlega á þau sem eru á lágum tekjum. Og þetta er aðeins brot af því sem hann sagði en á sér enga stoð. Tengsl Sigmundar við raunveruleikann verða æ veikari,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Í gær

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA