fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Fréttir

Lýsir þjáningum Þorsteins sem tók verðtryggt lán árið 2004 – „Lánið bara hækk­ar og hækkar“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þor­steinn leyfði mér að fjalla um málið op­in­ber­lega, enda veit hann og við báðir að Þor­steinn á þúsund­ir þján­ing­ar­bræðra og –systra, annarra fórn­ar­lamba krón­unn­ar og krónu­hag­kerf­is­ins, sem taka út sín­ar krónuþján­ing­ar með þögn og þolgæði. Bíta bara á jaxl­inn í hljóði.“

Þetta segir Ole Anton Bieltvedt, samfélagsrýnir og dýraverndarsinni, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar gerir hann íslensku krónuna að umtalsefni og þá erfiðu stöðu sem margir eru í vegna verðtryggingar og hárra vaxta.

Gefum Ole orðið:

„Þor­steinn nokk­ur Daní­els­son, góður maður og gegn, veitti mér ný­lega upp­lýs­ing­ar um hvernig krón­an og krónu­hag­kerfið hef­ur farið með hann og hans fjöl­skyldu, hvernig hún hef­ur grafið und­an og spillt fjár­hags­legri af­komu hans, pen­inga­legri vel­ferð, nú í 20 ár. Ekki nóg með það, held­ur ætti hann senni­lega eft­ir að líða und­an krón­unni og þeirri áþján sem hún veld­ur mörg­um skuld­ur­um ævi­langt.“

Eins og að skrifa undir óútfylltan tékka

Hann segir að Þorsteinn hafi leyft honum að fjalla opinberlega um málið enda viti hann sem er að margir hér á landi eru í sömu stöðu.

„Haustið 2004 tók Þor­steinn hús­næðislán að fjár­hæð 35 millj­ón­ir króna. Skyldi hann greiða lánið mánaðarlega á 40 árum með 4,2% vöxt­um. Þetta þýddi mánaðarlega af­borg­un upp á 59.353 og vexti upp á 84.812. Mánaðarleg heild­araf­borg­un 144.165.“

Ole segir að lánið hafi verið vísitölubundið sem sé sérsakt krónu- og krónuhagkerfisfyrirbrigði. „Ég hef víða farið og mörgu kynnst en ekki vístölubindingu lána, sem þýðir auðvitað að maður veit raun­veru­lega ekki hvað maður skuld­ar eða hversu mikið maður þarf að borga,“ segir hann og bætir við að það að taka vísitölubundið krónulán sé nánast eins og skrifa undir tékka sem bankinn útfyllir svo og krefur með ófyrirséðu álagi mánaðarlega.

Búinn að greiða 91 milljón inn á lánið á núvirði

„Nú eru liðin 20 ár af láns­tíma og á nú­v­irði er Þor­steinn bú­inn að greiða 91 millj­ón króna inn á lánið, en lánið bara hækk­ar og hækk­ar; í síðasta mánuði stóð kraf­an í 64.178.325 krón­um; tvö­faldri upp­haf­legri fjár­hæð,“ segir hann og heldur áfram:

„Þrátt fyr­ir að í reynd sé búið að borga sem nem­ur þre­faldri láns­fjár­hæð stend­ur skuld­in nú í tvö­faldri láns­fjár­hæð. Og darraðardans­inn held­ur áfram. Þó að Þor­steinn borgi nú 383.280 kr. á mánuði af eft­ir­stöðvum láns­ins í stað 144.165 kr. af fullu lán­inu í byrj­un er ekki annað að sjá en krafa bank­ans hækki bara og hækki. Nú í ág­úst var mánaðarleg „af­borg­un verðbóta“ 98.230 kr. og „verðbæt­ur v/​vaxta“ 140.365 kr.“

Ole er þeirrar skoðunar að evran sé alvörugjaldmiðill sem menn geti treyst á. Þar séu engar „geðveikissveiflur“ í gangi og með henni standi menn á traustum grunni, viti hvað þeir skulda, hversu mikið þeir þurfa að greiða hverju sinni og þá um leið hvað þeir eiga.

„Þar eru eng­ir óút­fyllt­ir tékk­ar í gangi sem bank­arn­ir bara út­fylla sjálf­ir með ófyr­ir­séðu álagi og inn­heimta svo.“

Þýskur banki reiknar sama dæmið

Ole bætir svo við að lokum að hann hafi fengið þýskan banka til að reikna út fyrir hann hvernig mál hefðu þróast og hvar Þorsteinn væri ef hann hefði tekið sams konar lán, með sömu kjörum, á sama tíma, í evrum.

„Í nóv­em­ber 2004 var krón­an sterk gagn­vart evru, gengið var um 87 kr. í evru. 35 millj­ón­ir króna voru því um 400 þúsund evr­ur. Hefði slíkt lán verið tekið með 4,2% vöxt­um hefði af­borg­un á mánuði síðustu 20 árin all­an tím­ann verið 1.722 evr­ur. Miðað við upp­haf­legt gengi, 87 krón­ur í evru, hefði þessi mánaðarlega af­borg­un verið 149.000. Ef meðaltals­gengi er reiknað fyr­ir þessi 20 ár þá væri það 119 krón­ur í evru. Mánaðarleg greiðsla hefði þá verið 205.000. Miðað við fullt nú­ver­andi gengi, 150 kr. í evru, væri mánaðarleg af­borg­un nú 258.000. Eft­ir­stöðvar skuld­ar væru 279.000 evr­ur, eða á nú­ver­andi gengi 42 millj­ón­ir.“

Ole dregur þetta síðan saman og bendir á að Þorsteinn greiði 383.280 krónur á mánuði í krónuhagkerfinu en í evruhagkerfinu væri fjárhæðin 258.000. „Þor­steinn skuld­ar enn 64 millj­ón­ir í krónu­hag­kerf­inu og skuld­in fer hækk­andi þó að af sé greitt. Í evruhagkerfi myndi hann skulda 42 millj­ón­ir og skuld­in færi lækk­andi.“

Ole segir að það besta fyrir Þorstein væri þó sennilega að hann vissi hvar hann stæði og nákvæmlega hvað hann þyrfti að greiða mánaðarlega, auk full­vissu um það að skuld­in gengi með hverri greiðslu ör­ugg­lega niður.

„Grunn­hyggn­ir krónu­tals­menn segja þá: já, en húsið hef­ur hækkað að sama skapi og greiðslur og skuld­in. En þetta er auðvitað hjóm eitt, bá­bilja, því húsið hef­ur ekk­ert meira raun­verðgildi fyr­ir Þor­stein, þrátt fyr­ir hærra sölu­verð, því fyr­ir þetta hærra sölu­verð fæst ekk­ert meira, allt annað hef­ur hækkað að sama skapi. Þess­ar upp­blásnu marg­földu verðbæt­ur og auknu greiðslu­kröf­ur eru því í reynd stór­felld­ir auka­vext­ir, ok­ur­vext­ir sem Þor­steinn hef­ur verið neydd­ur til að borga bank­an­um, fjár­magnseig­end­um, og hann fær í reynd ekk­ert fyr­ir. Krónu­hag­kerfið í hnot­skurn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Fréttir
Í gær

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“
Fréttir
Í gær

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni