fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Minna á hvaða þingmenn vildu ekki rýmka þungunarrofslöggjöf og sjálfsákvörðunarrétt kvenna

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 3. nóvember 2024 14:30

Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Inga Sæland leiða flokka sem voru að mestu á móti rýmkun þungunarrofs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvenréttindafélag Íslands birtir próf þar sem spurt er út í vitneskju fólks um rétt kvenna til þungunarrofs. Meðal annars er rifjað upp hvaða alþingismenn greiddu atkvæði gegn nýjum lögum um þungunarrof árið 2019.

„Árið 2019 voru ný þungunarrofslög samþykkt á Íslandi sem lögðu áherslu á sjálfsákvörðunarrétt og sjálfsforræði yfir eigin líkama. Hversu hátt hlutfall þingmanna greiddi atkvæði gegn frumvarpinu?“ er spurt í prófinu sem hefur vakið mikla athygli.

Höskuldarviðvörun: Svarið er 29 prósent. En alls greiddu 18 þingmenn atkvæði gegn löggjöfinni og 3 sátu hjá.

Í umræðum á samfélagsmiðlum um prófið er víða rifjað upp hvaða þingmenn þetta voru, sem vildu ekki víkka út rétt til þungunarrofs. Eru þeir eftirfarandi.

Báðir þingmenn Flokks fólksins, þau Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson.

Átta af níu þingmönnum Miðflokks. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bergþór Ólason, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson, Þorsteinn Sæmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Þór Þorvaldsson og Birgir Þórarinsson. Eina konan í þingflokknum, Anna Kolbrún Árnadóttir, sat hjá.

Átta af fjórtán þingmönnum Sjálfstæðisflokks. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson, Sigríður Á. Andersen, Ásmundur Friðriksson, Óli Björn Kárason, Páll Magnússon, Brynjar Níelsson og Birgir Ármannsson. Tveir þingmenn sátu hjá, Haraldur Benediktsson og Njáll Trausti Friðbertsson.

Frumvarpið var samþykkt með fjórum atkvæðum Sjálfstæðisflokks og öllum átta atkvæðum Framsóknarflokks, ellefu atkvæðum Vinstri grænna, sjö atkvæðum Samfylkingar, sex atkvæðum Pírata og fjórum atkvæðum Viðreisnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum