fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Furðar sig á máli Díegó – „Eitthvað er samt undarlegt við það“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 13:30

Díegó á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Mynd/Facebook síða Lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og alþjóð veit eflaust þá fannst hinn landsfrægi köttur Díegó í gær eftir að hafa verið numinn á brott úr Skeifunni þar sem honum finnst best að lifa lífinu. Leitin að Díegó vakti mikla athygli, meira að segja út fyrir landsteinana, og fögnuðurinn var nánast áþreifanlegur þegar hann fannst. Sumir, til að mynda Eva Hauksdótir lögmaður, furða sig hins vegar á málinu og þá sérstaklega á aðkomu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að því en það var lögreglan sem fór og sótti Díegó í heimahús þar sem aðili bjó sem hafði fengið köttinn í snemmbúna jólagjöf, án þess þó að vita að um væri að ræða kött sem hefði verið tekinn ófrjálsri hendi.

Eva ritar um málið á Facebook:

„Líklega er Skeifukötturinn ástsælasti köttur landsins og eðlilegt að fólk hafi áhyggjur þegar hann hverfur. Ágætt líka að löggan sýni málinu áhuga. En eitthvað er samt undarlegt við það að löggan hafi tíma til að leita að ketti á meðan hún hefur ekki tíma til að rannsaka mál þar sem grunur er uppi um líkamsárásir, kynferðisbrot og jafnvel manndráp. Rannsóknir í slíkum málum taka stundum mörg ár og skýringin er alltaf sú sama; það er bara svo brjálað að gera hjá löggunni.“

Hverjir unnu vinnuna?

Í athugasemdum taka flestir undir orð Evu og í tveimur þeirra er fullyrt að liðsmenn samtakanna Dýrfinnu, sem leita að týndum gæludýrum, hafi unnið alla rannsóknarvinnuna við leitina en lögreglan aðeins séð um að sækja Díegó þegar legið hafi fyrir hvar hann væri. Það stangast þó á við frásögn rannsóknarlögreglumanns sem sagði frá því í frétt RÚV  að kollegi viðkomandi hefði kannað upptökur úr öryggismyndavél í verslun A4 í Skeifunni, þaðan sem Díegó var numinn á brott, borið kennsl á ræningjann og þegar haldið að heimili viðkomandi sem hafi endað með því að kötturinn frægi fannst á heimili þess sem hafði fengið Díegó í jólagjöf.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?
Fréttir
Í gær

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld
Fréttir
Í gær

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Í gær

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla