fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Kostnaður við endurbætur og stækkun Seðlabankans fram úr áætlunum

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 15:37

Framkvæmdir í Seðlabankanum hafa ekki staðist hvað kostnað varðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðgerðir og stækkun Seðlabanka Íslands eru þegar komnar fram úr áætlun. Framkvæmdunum, sem eru komnar yfir 3 milljarða króna, er ekki enn lokið.

Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við fyrirspurn Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þingmanns Flokks fólksins um kostnað við endurbætur og stækkun húsnæði Seðlabankans að Kalkofnsvegi 1.

Breytingarnar voru áætlaðar í aðdraganda sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins árið 2019. Árið 2021 var ákveðið að stækka bygginguna um 500 fermetra og lyfta þaki yfir miðrými viðbyggingar.

Framkvæmdunum er skipt í tvo fasa, framkvæmdir á 2. til 5. hæði í turni í fyrri fasa og endurnýjun 1. hæðar og hluta af 2. hæð í síðari.

Í tölum ráðuneytisins kemur fram að raunkostnaður í öllum hlutum framkvæmdarinnar er kominn yfir kostnaðaráætlun og í flestum tilfellum yfir tilboð verktaka einnig.

Stærsti kostnaðarliðurinn er alrýmið. Þar var gert ráð fyrir kostnaði upp á 1,66 milljarð króna en tilboð hljóðaði upp á 1,93 milljarð. 87 prósent verksins er lokið en kostnaðurinn þegar kominn í 1,8 milljarð króna. Sem þýðir að ætla má að raunkostnaðurinn fari yfir 2 milljarða króna.

Aðrir hlutar verksins eru þegar kláraðir. Kostnaðaráætlun verksins í heild var um 2,73 milljarðar króna en tilboð verktaka hljóðaði upp á 3,06 milljarð. Raunkostnaður er þegar orðinn 3,17 milljarða og á eftir að hækka, hugsanlega um 200 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp
Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“