fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Snorri pirraður á því hvernig RÚV talar um Miðflokkinn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. nóvember 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Másson, fjölmiðlamaður og frambjóðandi Miðflokksins fyrir komandi kosningar, virðist ekki mjög sáttur við hvernig talað er um flokkinn á miðlum Ríkisútvarpsins.

Snorri fór yfir þetta í athyglisverðu myndbandi sem birtist á Facebook-síðu Miðflokksins í gærkvöldi, en yfirskrift myndbandsins er: Hvað er RÚV?

„Það er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á honum pólitíska kvarða á Íslandi,“ sagði Snorri og hélt áfram:

„Þetta væri ekkert stórmál, ef ekki væri fyrir þá staðreynd að þú sem skattgreiðandi þarft að borga fyrir allt dæmið, 21 þúsund krónur á ári. Nú, til að hafa það allt aðeins lýðræðislegra þá höfum við í Miðflokknum lagt til að þú ráðir til hvaða fjölmiðils þitt útvarpsgjald rennur sem er alltaf innheimt hvort sem er. Nú veit ég ekki hvort það tengist því að RÚV sé mögulega ósátt við þessa hugmynd okkar en þeir tóku sig alla vega til um daginn og fjölluðu svolítið skringilega um okkur á TikTok,“ sagði Snorri og tók dæmi af myndbandi þar sem fréttamaðurinn Magnús Geir Eyjólfsson fjallaði um stefnumál flokksins, til dæmis að það væri yfirlýst stefna flokksins að enginn kæmi til Íslands í leit að hæli.

„Þarna er ekki tekið fram að við viljum í staðinn fyrir þetta hafa stjórn á málunum sjálf. Bjóða fólki í raunverulegri neyð til landsins og taka þá almennilega á móti því, ólíkt því óreiðuástandi sem nú ríkir,“ benti hann á.

Snorri fór svo yfir hvernig fjallað var um stefnu flokksins í loftslagsmálum og segir að halda mætti að markmið RÚV sé að láta flokkinn líta illa út. Hann birtir svo til samanburðar brot úr umræðu fréttakonunnar Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur um Samfylkinguna. „En meginstefnan er jöfnuður, sjálfbærni og friður,“ sagði hún í brotinu sem Miðflokkurinn birti.

„Aww. Jöfnuður, sjálfbærni og friður. Miðflokkurinn styður þetta reyndar líka allt! En þið gleymduð að taka það fram.“

Myndband Snorra má sjá hér að neðan. Ef ekkert myndband kemur upp má sjá það með því að smella á þennan hlekk hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“