fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Samfylkingin gagnrýnir auglýsingu á vef Hafnarfjarðar harkalega – Hleypi illu blóði í viðræður

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 20:00

Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarráði Hafnarfjarðar gera alvarlegar athugasemdir við tilkynningu á vef Hafnarfjarðar þar sem sagt var að atkvæðagreiðsla verkalýðsfélagsins Hlífar um vinnustöðvun á leikskólum veki undrun. Þetta gerði ekkert nema að hleypa illu blóði í yfirstandandi viðræður deiluaðila.

Tilkynningin birtist þann 8. nóvember síðastliðinn og var með yfirskriftina „Atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun vekur undrun.“ Þar var mikið gert úr leikskólamálum bæjarins. Sagt að Hafnarfjarðarbær hafi umbylt hafnfirsku leikskólastarfi og starfsumhverfi á undanförnum árum og að laun ófaglærðra hafi hækkað umfram almenna kjarasamninga frá og með febrúar árið 2023.

„Það kemur því mjög á óvart, í ljósi þess ábata sem starfsfólk leikskóla bæjarins nýtur umfram almenna kjarasamninga, að  kjörstjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar standi nú fyrir  atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun alls félagsfólks sem starfar í leikskólum Hafnarfjarðarbæjar,“ segir í tilkynningunni.

Snýst um undirbúningstíma

Vinnustöðvunin var samþykkt með miklum meirihluta. Það er rúmlega 86 prósentum og kjörsóknin var rúmlega 68 prósent. Aðeins tæplega 6 prósent greiddu atkvæði gegn vinnustöðvun.

Forsvarsmenn Hlífar segja að deilan snúist ekki um laun heldur kröfu um undirbúningstíma, 2 til 4 tíma á viku. Það er að gerðar séu mun meiri kröfur til almenns starfsfólks en áður. Starfsfólk eigi að fá undirbúningstíma til að sinna faglegu starfi. Þegar það takist ekki innan dagvinnutíma eigi það að fá greidda yfirvinnu fyrir undirbúning.

Gildishlaðin yfirlýsing

Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarráði gagnrýndu þessa notkun á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar á fundi í dag. Var þess krafist að þetta yrði fjarlægt af vefnum.

„Fulltrúar Samfylkingarinnar gera alvarlegar athugasemdir við „fréttaflutning?“ á vef Hafnarfjarðarbæjar vegna atkvæðagreiðslu Hlífar um vinnustöðvun starfsmanna hjá Hafnarfjarðarbæ,“ segir í bókun þeirra. „Um gildishlaðna yfirlýsingu var að ræða sem var af óheppilegt inngrip inn í yfirstandandi viðræður.“

Bent er á að síðan yfirlýsingin var birt á vefnum hafi Hlíf samþykkt vinnustöðvunina. Taka fulltrúarnir fram að þessi mál hafi ekki fengið neina umræðu eða kynningu á meðal kjörinna fulltrúa, hvorki í bæjarstjórn né bæjarráði. Það sé kjörinna fulltrúa að lýsa sjónarmiðum bæjarins en embættismanna að greina frá ákvörðunum lýðræðislegra kjörinna fulltrúa.

„Þessi vinnubrögð eru eingöngu til þess fallin að hleypa illu blóði í yfirstandandi viðræður deiluaðila,“ segir í bókuninni. „Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands, hafa krafist þess að yfirlýsingin verði tekin af vef bæjarins þegar í stað. Forsvarsmenn bæjarfélagsins hafa í engu svarað þeirri kröfu okkar jafnaðarfólks.“

Einnig að farið hafi verið fram á skriflegar upplýsingar um stöðu og efnisatriði kjaradeilunnar.

Vonast til að deilan leysist

Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks voru ekki langorðir um tilkynninguna. „Rétt er að geta þess að fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar vissu ekki af fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu fyrr en um einum og hálfum sólarhring eftir að hún hófst,“ segir bæjarstjórinn Rósa Guðbjartsdóttir í bókun.

Í almennum umræðum um kjaradeiluna sögðu þeir hins vegar að samningaviðræður væru í góðum farvegi og vonir stæðu til að deilan myndi leysast áður en til verkfalls komi. Það er þann 21. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“