fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Þurfa nauðsynlega að ná tali af tveimur ökumönnum vegna banaslyssins á Sæbraut

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. október 2024 14:39

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að embættið þurfi nauðsynlega að ná tali af tveimur ökumönnum í tengslum við rannsókn hennar á banaslysi á Sæbraut í Reykjavík um síðustu helgi. Annar hafa ekið hvítri Tesla bifreið og hinn ljósri smárútu, en báðum bifreiðunum var ekið á þessum slóðum í norðurátt skömmu eftir miðnætti aðfaranótt síðastliðins sunnudags, þ.e. á vegarkaflanum á Sæbraut á milli Súðarvogs og Kleppsmýrarvegar. Ökumennirnir eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000.

Jafnframt er minnt á að vitni að slysinu, eða aðdraganda þess, eru beðin um að hafa samband við lögreglu. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í síma 444 1000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu
Fréttir
Í gær

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“