fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Boga líst ekkert á flugvöll í Hvassahrauni – Þurfum að eyða peningum í margt mikilvægara en nýjan flugvöll

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. október 2024 08:00

Bogi Nils Bogason. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að það sé hvorki raunsætt né skynsamlegt að forgangsraða innviðauppbyggingu núna með því að setja hundruð milljarða króna í nýjan flugvöll.

Bogi lýsir þessari skoðun sinni í samtali við Morgunblaðið í dag.

Skýrsla starfshóps um rannsóknir á byggingu flugvallar í Hvassahrauni var kynnt í vikunni og eru helstu niðurstöður þær að veðurskilyrði mæla ekki gegn byggingu flugvallar í Hvassahrauni, að flugvallarsvæði væri að mestu utan skilgreindra eldstöðvakerfa og að langtímaáhrif verði ekki mikil á innanlandsflug verði það fært á nýjan flugvöll. Meðal tillagna hópsins er að skilgreint svæði verði tekið frá upp af Hvassahrauni fyrir þrjár flugbrautir og að unnið verði að frekari rannsóknum.

Bogi bendir á í samtali við Morgunblaðið að við séum með fjóra alþjóðlega flugvelli og skynsamlegra sé að byggja þá upp heldur en nýjan flugvöll í Hvassahrauni sem mun kosta hundruð milljarða.

„Flug­stöðin í Reykja­vík er hvorki boðleg starfs­fólki né farþegum og meðan flug­völl­ur­inn er alltaf í patt­stöðu er erfitt að fram­kvæma og fjár­festa þar. Það er mik­il­vægt að leysa úr þess­ari stöðu og fara í þá upp­bygg­ingu sem er al­gjör­lega nauðsyn­leg,“ segir hann og bætir við að flugvöllurinn þjóni ágætlega hlutverki sínu í dag þó að innviðir séu ekki nógu sterkir.

„Það þarf bara að taka ákvörðun um að styrkja þá og horfa til þess að völl­ur­inn verði þarna áfram næstu ára­tug­ina.“

Bogi segir þar að auki að peningunum mætti verja til skynsamlegri hluta en uppbyggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni.

„Við vit­um að það þarf að styrkja vega­kerfið veru­lega, heil­brigðis­kerfið, lög­gæsl­una og margt fleira og ég held að við ætt­um að horfa á þá þætti áður en við för­um að fjár­festa í nýj­um flug­velli þar sem við erum með fjóra fyr­ir og þarf ekki að kosta svo miklu til, til að styrkja þá enn frek­ar,“ seg­ir Bogi Nils við Morgunblaðið þar sem ítarlega er fjallað um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi