fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Forstjóri Iceland berst við Ísland um einkaleyfi nafnsins – „Fyrir mig persónulega og fjölskyldufyrirtækið okkar skiptir þetta miklu máli“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 18. október 2024 12:00

Walker berst með kjafti og klóm fyrir einkaleyfinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsvarsmenn bresku verslunarkeðjunnar Iceland reyna nú í þriðja sinn að fá einkaleyfi til að nota nafnið Iceland í viðskiptum í Evrópu og þar með taka réttinn af Íslendingum. Forstjóri Iceland segist vera að berjast fyrir nafni verslunarinnar.

Ísland hafði betur

Málið á sér langa forsögu. Fyrirtækið Iceland, eða Iceland Foods Limited, var stofnað árið 1970 í Bretlandi og rekur nú matvöruverslanir víða um Evrópu. Meðal annars á Íslandi. Er verslunin þekkt fyrir að selja frosna matvöru.

Forsvarsmenn Iceland sótt um og fengu einkaleyfi á notkun nafnsins Iceland árið 2013 Íslendingum til mikils ama, enda miklir viðskiptahagsmunir fyrir íslensk fyrirtæki að geta selt vörur á evrópskum markaði undir eigin fána og landi. Útistöðurnar við Íslendinga hófust árið 2016 en þá kærði ríkisstjórn Íslands einkaleyfisveitinguna og hafði betur.

Iceland áfrýjaði til Hugverkastofnunar Evrópusambandsins en var vísað frá árið 2022. Sagt var að það skipti Íslendinga mikilu máli að halda nafni sínu og að einkaleyfi verslunarkeðjunnar gæti skaðað orðspor landsins. Héldu margir að þar með væri málinu lokið en svo er nú aldeilis ekki.

Walker mættur til Lúxemborgar

Nú hafa forsvarsmenn Iceland hafið þriðju tilraun til þess að tryggja sér einkaréttinn á notkun á nafninu Iceland í verslun innan Evrópusambandsins.

Richard Walker, forstjóri Iceland, mætti fyrir dóm Evrópusambandsins í Lúxemborg á miðvikudag, 16. október, til þess að gera grein fyrir máli sínu eins og segir í frétt Metro um málið. Hann sagði einnig frá sinni hlið á samfélagsmiðlinum X.

„Iceland gegn Íslandi. Við erum að berjast fyrir einkaleyfi á nafninu okkar,“ sagði Walker á samfélagsmiðlinum. „Eftir átta ár og þrjár lotur er ég núna staddur í æðsta dómstóli ESB. Dómstóli Evrópusambandsins í Lúxemborg.“

Verja fyrirtækið og sjálfsmynd þess

Í þetta skipti er Iceland að áfrýja úrskurði Hugverkastofnunar Evrópusambandsins frá árinu 2022. Í dag hefur verslunarkeðjan ekki gilt einkaleyfi á nafninu og getur þar af leiðandi ekki bannað öðrum að nota það. Hins vegar getur Iceland áfram starfað undir nafninu á mörkuðum Evrópu.

„Þetta er skemmtileg fyrirsögn og vissulega skrýtið mál,“ sagði Walker í annarri færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum LinkedIn. „En fyrir mig persónulega og fjölskyldufyrirtækið okkar skiptir þetta miklu máli. Við höfum alltaf túlkað nafnið okkar sem „land íssins“ en ekki sem tilvísun í landið Ísland. Vitaskuld verjum við fyrirtækið okkar og sjálfsmynd en við höfum aldrei reynt að stöðva íslensk fyrirtæki við að nota orðið Iceland til þess að kynna vörur sínar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“