fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Aldrei átt lögheimili á Íslandi en skuldar fasteignagjöld af þremur dýrum íbúðum í Norðurmýri

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 17. október 2024 16:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Lögbirtingablaðinu í dag er birt stefna á hendur manni með erlent nafn en íslenska kennitölu. Fram kemur að maðurinn hafi aldrei átt lögheimili á Íslandi og er hann því væntanlega ekki íslenskur ríkisborgari. Þrátt fyrir að maðurinn hafi aldrei átt lögheimili hér á landi á hann  þrjár fasteignir í Reykjavík og er það Reykjavíkurborg sem stefnir honum vegna ógreiddra fasteignagjalda af eignunum.

Maðurinn er á sextugsaldri en ekki kemur fram í stefnunni í hvaða landi talið er að hann sé búsettur. Maðurinn er þinglýstur eigandi þriggja íbúða sem eru allar í sama húsi, í Norðurmýrinni. Íbúðirnar eru samkvæmt fasteignaskrá 91, 173 og 183 fermetrar að stærð og eru þær samkvæmt núgildandi fasteignamati metnar á samtals 239.200.000 krónur.

Í stefnunni krefur Reykjavíkurborg manninn um greiðslu 342.998 króna, auk dráttarvaxta. Krafan er tilkomin vegna ógreiddra fasteignagjalda af íbúðunum þremur fyrir árið 2023.

Í stefnunni er einnig krafist staðfestingar á lögveðsrétti borgarinnar í íbúðunum þremur en tekið fram að samkvæmt lögum eigi hin ógreiddu fasteignagjöld að njóta lögveðsréttar í íbúðunum.

Stefnan er birt í Lögbirtingablaðinu þar sem ekki hefur tekist að hafa upp á manninum til að birta honum stefnuna og ítrekaðar tilraunir til að innheimta hin vangreiddu fasteignagjöld hafa ekki borið árangur.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok nóvember og skorað er á manninn að mæta fyrir dóm þá eða að greiða skuldina áður en að því kemur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur