Tizi trúði ekki eigin augum nýlega þegar hún opnaði póstinn sinn. Í umslagi einu var umsókn hennar um starfið en hana setti hún í póst í janúar 1976. Í umslaginu var handskrifaður miði sem á stóð að umsóknin hefði legið bak við skúffu á pósthúsinu í öll þessi ár.
„Ég hef alltaf furðað mig á af hverju ég heyrði aldrei neitt um starfið. Núna veit ég af hverju,“ sagði hún í samtali við BBC.
Hún veit ekki hver sendi henni umsóknina eða hvort bréfið komst nokkru sinni á leiðarenda. „Hvernig þeir fundu mig er ráðgáta. Ég hef flutt á milli húsa svona 50 sinnum og meira að segja flutt fjórum fimm sinnum á milli landa,“ sagði hún.
En þrátt fyrir að hún hafi ekki fengið þetta starf, þá lifði hún ekki neinu leiðindalífi því hún bjó í Afríku um hríð, starfaði sem slöngutemjari og hestahvíslari, lærði að fljúga og varð listflugmaður og flugkennari.