fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Forstöðuhjón Laugalands stíga fram, neita sök og segja fjölmiðla hafa tekið lyginni fagnandi – „Ekkert af þessu er satt“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 14. október 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ekkert af þessu er satt“, segja hjónin fyrrverandi ,Ingjaldur Arnþórsson og Áslaug Herdís Brynjarsdóttir sem ráku meðferðarheimilin Varpholt og Laugaland á árunum 1997-2007 í aðsendri grein á Vísi. Þar stíga þau fram og svara fyrir alvarlegar ásakanir fyrrum skjólstæðinga sem hafa sakaði þau um mikið harðræði og ofbeldi. Þau segjast undanfarin ár hafa þurft að sitja undir skipulagðri rógsherferð þar sem vegið er að æru þeirra með alvarlegum hætti. Þau ætla nú að leita réttar síns og hefur Eva Hauksdóttir, lögmaður, tekið að sér að gæta hagsmuna þeirra.

Alvarlegar ásakanir

„Meðal þess sem haldið hefur verið fram um Varpholt/Laugaland er eftirfarandi:

  1. Að ekkert raunverulegt eftirlit hafi verið með heimilinu enda hafi eftirlitsaðilar verið persónulegir vinir forstöðuhjónanna. Að stúlkurnar hafi ekkert getað leitað vegna þess harðræðis sem þær bjuggu við á heimilinu því fagfólk og eftirlitsaðilar hafi lekið trúnaðarupplýsingum í forstöðumann.
  2. Að starfsemin hafi grundvallast á annarlegum siðferðis- og trúarviðhorfum. M.a. hafi stúlkur sem vistaðar voru hjá okkur, verið sendar til kvensjúkdómalæknis í þeim tilgangi að athuga hvort þær væru hreinar meyjar. Einnig hafi stúlkunum verið gert að stunda samkomur í Hvítasunnukirkjunni.
  3. Að ég, forstöðumaðurinn, hafi beitt viststúlkur líkamlegu ofbeldi, m.a. á ég að hafa barið þær, að ég hafi dregið stúlkur á hárinu, dregið þær berfættar eftir malarvegi, að unglingur sem strauk heim til sín hafi komið sundurskorinn frá okkur þannig að það þurfti að sauma skurðina, hent stúlkum niður stiga, ekki einu sinni heldur oft og þrengt að öndunarvegi þeirra. Að þær hafi þurft að vera í einangrun á herbergi sínu allt að tvær vikur, og að tvær stúlkur hafa þurft að sofa á milli forstöðuhjónanna í refsingarskyni og að þær hafi verið viktaðar alla föstudaga, svo fátt eitt sé nefnt.
  4. Að stúlkunar hafi verið hræddar til hlýðni með öskrum og hótunum og að við höfum svívirt þær í orðum, m.a. með því að kalla þær samkynhneigðar, hórur, druslur, tíkur og illa innrættar. Þá er því haldið fram að við höfum réttlætt ofbeldi og glæpi gegn skjólstæðingum okkar. M.a. eigum við að hafa dregið þær sjálfar til ábyrgðar fyrir kynferðisofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir.
  5. Að meðferðaraðferðir hafi einkennst af andlegu ofbeldi, þ.á.m. mjög ströngum reglum og niðurbrjótandi þrepakerfi og að haldnir hafi verið fundir þar sem ein stúlka í einu var tekin fyrir og niðurlægð í návist hópsins. Að stúlkur sem misstigu sig hafi sætt óvenjulegum og ómannúðlegum refsingum. M.a. að sérstakur klæðnaður hafi verið notaður til að niðurlægja þær sem sættu viðurlögum vegna brota á húsreglum. Einnig að öðrum stúlkum hafi verið bannað að tala við stúlkur sem væru í mótþróa.
  6. Að stúlkunar hafi verið beittar félagslegri einangrun og tengsl þeirra við fjölskyldur og vini rofin. Foreldrum hafi verið meinaður aðgangur að heimilinu, stúlkunum hafi verið bannað að tala við foreldra sína nema símtöl þeirra væru hlustuð og sumum bannað að fara heim í fríum.“

Töldu málið ekki svaravert fyrr en nú

Ingjaldur og Áslaug segja ekkert af ofangreindu eigi sér stoð í raunveruleikanum og a þeir sem þekki til viti hvaðan þessar sögur koma. Einn flugufótur hafi orðið að skrímsli í frásögn þolenda og fjölmiðlar tekið lyginni fagnandi.

„Hvorugt okkar Áslaugar hefur svarað þeim ásökunum sem við höfum setið undir síðustu árin fyrr en nú. Við höfum auðvitað rætt það hvernig við ættum að bregðast við, ekki síst vegna þess að ríkisvaldið sjálft á stærstan þátt í því að bera út villandi og afbakaðar frásagnir, dylgjur og í sumum tilvikum sögur sem enginn fótur er fyrir.

Í fyrsta lagi þá veldur það töluverðu áfalli að verða fyrir ærumeiðingum. Jafnvel þegar um hreinan uppspuna er að ræða, ganga dylgjur, illmælgi og ljótar sögur nærri sjálfsmynd þess sem fyrir því verður. Frá því að þessi gagnrýnislausa umræða hófst fyrir meira en þremur árum má líkja þessu við múgsefjun. Öll fjölskyldan verður fyrir höggi. Rógurinn skaðar alla möguleika þess sem fyrir honum verður, eyðileggur samskipti, atvinnumöguleika og tekur toll af andlegri og líkamlegri heilsu. Þegar við ofurefli er að etja getur virst skárra að liggja kyrr og láta sparka í sig en að verjast.“

Þau hafi trúað því að ásakanirnar væru ekki svaraverðar þar sem almenningur færi væntanlega ekki að trúa því að „tvö hreinræktuð illmenni hefðu í 10 ár vaðið uppi með andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn miklum fjölda ungmenna, algerlega óátalið“. Eins töldu þau að almenningur myndi skoða ásakanirnar í því samhengi að þær komu fyrst fram þegar ríkið fór að greiða sanngirnisbætur til barna sem höfðu sætt illri meðferð á opinberum stofnunum.

Þau fara svo ítarlega í þær ásakanir sem á þær hafa verið bornar og vísa þeim til föðurhúsanna. Þau benda á að þær stúlkur sem hjá þeim dvöldu hafi verið með alvarlegan hegðunarvanda og hvorki foreldrar né skólar hafi ráði við þær. Það sé gjarnan svo að unglingar sem lengi hafi ráðið sér sjálfir upplifi það sem ofbeldi þegar þeim eru loks sett ströng mörk.

„Sumar stúlknanna gátu ekki búið heima hjá foreldrum sínum þar sem þær höfðu gengið svo í skrokk á öðrum fjölskyldumeðlimum að yngri systkinum og jafnvel foreldrum stóð ógn af þeim. Ekkert af þessu gæti réttlætt þá svívirðu sem okkur Áslaugu er gefin að sök. Þó er erfitt að bera saman ólíkann vanda unglinga, því unglingur með ofbeldissögu þarf ekki að vera erfiðari að vinna með en unglingur í mótþróa og undirferli.“

Málaferli framundan

Raunin sé sú að fyrrum forstöðuhjónin séu stolt af því starfi sem var unnið á Varpholti og í Laugalandi. Af 66 vistunglingum hafi nánast allar lokið grunnskólaprófi með sóma, margar farið í framhaldsnám og lokið háskólanámi.

„Meirihluti skjólstæðinga okkar náði tökum á vandamálum sínum og margir þeirra héldu sambandi við okkur í mörg ár eftir að meðferð lauk. Við hörmum þá ákvörðun stjórnvalda að hafa lagt niður unglingaheimilin sem gátu þegar mest lét, veitt allt að 50 unglingum meðferð í senn og á þann hátt létt miklu álagi af unglingunum, heimilum þeirra, skólum og samfélagi. Leiða má líkum að því að þau vandamál sem við er að etja í málefnum unglinga í dag væri viðráðanlegri ef þau sem stærstan vandann hafa fengju aðstoð af því tagi sem fannst á þessum heimilum.

Með þessari grein erum við Áslaug að svara þessum ásökunum í eitt skipti fyrir öll. Við höfum ekkert meira um málið að segja að svo stöddu, enda eru málaferli framundan þessu tengdu. Þessa vegna frábiðjum við okkur símtöl eða viðtöl við fréttamiðla. Þær ávirðingar sem á okkur hafa verið bornar eru mun fleiri en þær sem við höfum reynt að svara hér, enda væri að æra óstöðugan að ætla að svara þeim öllum í einni grein.

Að öðru leyti vísum við í lögfræðing okkar Evu Hauksdóttur, hdl.“

Fjallað var um málefni vistheimilanna í þáttunum Vistheimilin á Stöð2 og áður hafði Stundin fjallað ítarlega um ásakanirnar þar sem 16 konur stigu fram fyrir tveimur árum og lýstu því sem þær kölluðu kerfisbundið andlegt ofbeldi sem og líkamlegu ofbeldi sem þær urði fyrir í vistinni.

Ingjaldur og Áslaug rekja í grein sinni í dag hvernig ekkert af þessum sex atriðum sem listuð eru hér að ofan standist skoðun. Þau kannast ekki við harðræðir, ekki við meydómsskoðanir, ekki við ofbeldi, refsingar eða svívirðingar. Greinina má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn