fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fréttir

Finnur segir Haga í viðræðum við hluthafa vegna áfengissölu – „Fáeinir hafa einnig reifað áhyggjur vegna þessarar starfsemi”

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 1. október 2024 16:30

Finnur Oddsson forstjóri Haga. Mynd/Fréttablaðið/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir að félagið sé í viðræðum við hluthafa sína vegna opnunar netverslunar með áfengi hjá Hagkaupum. Sumir þeirra hafi lýst áhyggjum sínum vegna hennar.

Eins og DV hefur fjallað um undanfarnar vikur þá hafa sumir lífeyrissjóðir, eigendur í Högum, viðrað áhyggjur sínar hvað varðar opnun netverslunar með áfengi. Meðal annars Brú sem á um 10 prósent og beinlínis harmaði opnunina í bréfi. Þá hafa smærri eigendur, Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn, innt forstjóra Haga um hvernig netverslunin samrýmist lýðheilsustefnu félagsins.

Eining má nefna að stærsti eigandinn, Gildi sem á 17 prósent, var ósátt við það kaupréttarkerfi sem komið var upp hjá 9 æðstu starfsmönnum Haga á sama tíma og áfengissala Hagkaupa.

Sjá einnig:

Stór eigandi í Högum harmar opnun áfengissölu Hagkaupa – „Sjóðurinn vill að þau fyrirtæki sem hann fjárfestir í sýni samfélagslega ábyrgð“

„Sumir hluthafa í Högum hafa spurst fyrir um netverslun með áfengi á vegum Hagar Wines,” segir Finnur í skriflegu svari við fyrirspurn DV. „Fáeinir hafa einnig reifað áhyggjur vegna þessarar starfsemi, þá í tengslum við sjálfbærni og möguleg áhrif á lýðheilsu. Eðli máls samkvæmt tökum við mark á og tillit til fjölbreyttra skoðana hluthafa á okkar rekstri og eigum nú í samtali við nokkra þeirra um þessi mál.”

DV spurði einnig um hvernig áfengissalan færi fram. Það er hver ferill áfengisflöskunnar sé frá framleiðenda eða birgja til neytenda í gegnum Haga og hvernig Finnur telji að áfengissala uppfylli markmið um að lýðheilsa sé höfð í fyrirrúmi en svör við því bárust ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“
Fréttir
Í gær

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás
Fréttir
Í gær

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi
Fréttir
Í gær

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“
Fréttir
Í gær

Viðraði vel til loftmyndatöku

Viðraði vel til loftmyndatöku