fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
Fréttir

Leifar fjölda borga fundust í stærsta regnskógi veraldar

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 21. janúar 2024 10:00

Frá Amazon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fornleifafræðingar fundu nýlega ummerki um fjölda borga í Amazon-regnskóginum í Suður-Ameríku, stærsta regnskógi heims. Borgirnar eru um 2.500 ára gamlar. Ekkert þessu líkt hefur áður fundist á svæðinu og uppgötvunin er sögð hafa þegar breytt skilningi sagnfræðinga á lífinu í regnskóginum til forna.

Þetta kemur fram í nýlegri umfjöllun Allthatsinteresting.com.

Sérstakir skannar fornleifafræðingana leiddu í ljós um 6.000 hauga neðanjarðar sem dreifðir voru um 15 mismunandi staði sem eru síðustu leifar löngu horfinna húsa, torga og minnismerkja sem voru tengd með vönduðu vegakerfi og umkringd ræktarlandi. Þessi uppgötvun er stærsta og elsta dæmið, í Suður-Ameríku, um víðfema siðmenningu sem byggir á landbúnaði.

Hinn franski Stéphen Rostain leiddi rannsóknina. Hann segir svæðið þar sem ummerkin fundust það elsta sinnar tegundar, sem vitað er um, í Amazon- regnskóginum. Hann segir sig og aðra evrópska kollega sína hafa sýn Evrópumanna á hvað menning og siðmenning sé en uppgötvunin sýni fram á að þeir verði að breyta hugmyndum sínum um þessi fyrirbrigði.

Líklega var búið í borgunum á árunum 500 fyrir krist fram til 600 eftir krist en ekki tókst að komast að niðurstöðu um hversu margt fólk nákvæmlega bjó í borgunum. Samkvæmt mati vísindamannanna gætu hafa búið allt að 100.000 manns á svæðinu.

Antoine Dorison sem er meðal þeirra sem stóðu að rannsókninni segir að niðurstöðurnar breyti ríkjandi hugmyndum um samfélag þeirra sem bjuggu í Amazon til forna. Flestir sjái fyrir sér fólk í litlum hópum sem bjó í kofum og var líklega yfirleitt nakið en þessi uppgötvun sýni að þetta fólk hafi búið í flóknum borgarsamfélögum.

Rannsóknin með skönnunum leiddi í ljós að haugunum 6.000 var skipt í hópa sem voru í kringum torg sem myndaði miðju viðkomandi borgar. Vísindamennirnir telja að haugarnir séu síðustu leifar heimila íbúanna en sumir þeirra geti þó hafa verið staðir sem nýttir voru til helgihalds. Þeir árétta hins vegar að þetta hafi ekki verið fjöldi smáþorpa sem hafi verið tengd með slóðum heldur hafi verið um að ræða manngert landslag sem hafi verið byggt af einstaklingum sem hafi verið mjög færir í borgarskipulagi.

Vönduð vegasmíð

Einn af vegunum reyndist vera um 26 kílómetra langur. Vegakerfið sem fannst er sagt mjög vandað. Beygjur eru á vegunum í samræmi við landslagið og miðað við hversu gamlir þeir eru verði vegirnir að teljast vönduð smíð, segja vísindamennirnir.

Rannsóknin bendir til að búið hafi verið á svæðinu í rúm 2000 ár af fimm mismunandi hópum fólks.

Fornleifafræðingur sem tók ekki þátt í þessari rannsókn segir hana sýna fram á að fleira fólk hafi búið á þessu svæði til forna en áður var talið og að það hafi gert verulegar breytingar á landslaginu. Hugmyndir um hversu víðtæk búseta var á þessum svæðum í Amazon hafi þar með breyst

Frekari rannsókna er hins vegar þörf og vonast er til að þær leiði í ljós frekari upplýsingar um fólkið sem bjó í Amaz0n-regnskóginum til forna og hvernig samfélag þeirra var.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Skúli skammar Willum og Ölmu vegna sífelldra tafa á meðferð kvartana hjá embætti landlæknis

Skúli skammar Willum og Ölmu vegna sífelldra tafa á meðferð kvartana hjá embætti landlæknis
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Willum segir fylliefni stríð á hendur – Vill takmarka meðferðir til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs

Willum segir fylliefni stríð á hendur – Vill takmarka meðferðir til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs
Fréttir
Í gær

Vilborg segir að fólki sé misboðið vegna ákvörðunar Morgunblaðsins

Vilborg segir að fólki sé misboðið vegna ákvörðunar Morgunblaðsins
Fréttir
Í gær

Egill spyr hvort Íslendingar þurfi ekki að læra lexíu af Eurovision

Egill spyr hvort Íslendingar þurfi ekki að læra lexíu af Eurovision