fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Ísbjörn drapst úr fuglaflensu – Fyrsta þekkta tilfellið

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 10:30

Bangsi fannst dauður nálægt bænum Utqiagvik í norður Alaska. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dýralæknar í Alaska fylki í Bandaríkjunum hafa staðfest að ísbjörn sem fannst dauður hafi drepist úr fuglaflensu. Þetta er í fyrsta skipti sem ísbjörn finnst dauður af völdum fuglaflensu.

Breska blaðið The Daily Mail greinir frá þessu.

Hræið fannst nálægt bænum Utqiagvik í norðurhluta fylkisins í október síðastliðnum. Það var Bob Gerlach, yfirdýralæknir Alaska, sem tilkynnti alþjóða dýraheilbrigðisstofnuninni, WOAH, að fuglaflensa hefði drepið björninn þann 6. desember.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ísbjörn greinist með fuglaflensu nokkurs staðar,“ sagði Gerlach.

Venjuleg fæða ísbjarna eru selir en líklegast þykir að þessi ísbjörn hafi smitast af sýktu fuglshræi eða einhverju sem það snerti. Ekki er víst að björninn hafi endilega þurft að éta hræið til þess að smitast.

„Ef fugl drepst úr þessu getur veiran lifað í umhverfinu í þó nokkurn tíma, sérstaklega í köldu umhverfi,“ sagði Gerlach.

Í skunkum og selum

Þrátt fyrir að hafa fundist í spendýrum telur bandaríska sóttvarnarstofnunin, CDC, enn þá litlar líkur á að fuglaflensa ógni mannfólki. Auk ísbjarnar hefur fuglaflensa fundist í selum, skunkum, fjallaljónum, rauðrefum, þvottabjörnum og höfrungum.

Sjúkdómurinn hefur hins vegar borist hratt um margar tegundir villtra fugla og alifugla á undanförnum misserum. Meðal annars hefur faraldurinn valdið miklum skaða í hænsna og kalkúnabúum í Norður Ameríku og Evrópu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu