fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Hreindýrakvótinn skorinn niður enn eitt árið – Gögn skorti vegna flugslyssins í sumar

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 19. janúar 2024 17:30

Veiða má 800 dýr í sumar og haust. Mynd/Náttúrufræðistofnun Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins má veiða 800 hreindýr í ár, hundrað færri en í fyrra. Þetta er fimmta árið í röð sem hreindýrakvótinn er skorinn niður.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ákvað hreindýrakvótann fyrir árið 2024 í dag. Heimilt verður að veiða 397 kýr og 403 tarfa, samanlagt 800 dýr.

Árið 2023 voru gefin út 901 veiðileyfi, 1021 árið 2022, 1220 árið 2021, 1325 árið 2020 og 1451 árið 2019. Samanlagt hefur leyfum verið fækkað um 651 á þessum fimm árum.

Að sögn ráðuneytisins er skortur á gögnum helsta ástæðan fyrir því að kvótinn er skorinn niður í ár. Er það í kjölfar banaslyssins í Sauðárhlíðum síðasta sumar, þegar tveir starfsmenn Náttúrustofu Austurlands fórust í flugslysi ásamt flugmanni. Þau voru að starfa við hreindýratalningar.

Veiðitímabil tarfa verður frá 15. júlí til 15. september og kúa frá 1. ágúst til 20. september. Tekið er fram að óheimilt sé að veiða kálfa. Þá eru veturgamlir tarfar einnig alfriðaðir.

Veiðisvæðin eru níu sem fyrr. Heimildirnar eru veittar með fyrirvara um breytingar á stofnstærðum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns