fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Vonir um vaxtalækkun í næstu viku

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. september 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannesson fjármálaráðherra segist vongóður um að Seðlabankinn lækki stýrivexti í næstu viku vegna lækkunar verðbólgu. RÚV greinir frá.

„Staðreyndin er auðvitað sú að við höfum séð þessa kólnun eiga sér stað. Við höfum meira kannski haft áhyggjur af því að hún gæti orðið mjög snögg og alvarleg, en enn þá náum við að tryggja að ástandið er mjög gott, óvanalega gott,“ segir Sigurður.

Verðbólga mælist nú 5,4 prósent og hefur minnkað um 0,6 prósent frá síðasta mánuði. Hefur verðbólga ekki verið lægri síðan í lok árs 2021.

Nýtilkomnar gjaldfrjálsar skólamáltíðir vega þungt í þessari lækkun verðbólgu. Í ljósi þessa varar Katrín Ólafsdóttir, dósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, við því að fólk geri sér of miklar væntingar um vaxtalækkanir. Í raun sé ekki að eiga sér stað mikil lækkun á undirliggjandi vísitölu heldur sé lækkun verðbólgu tilkomin vegna tímabundinna lækkana. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir sé aðgerð sem aðeins sé framkvæmd einu sinni og auk þess vegi þungt lækkun fargjalda, sem eigi til að hækka og lækka í gegnum árið.

Stýrivextir eru núna 9,25% og hafa haldist þar í heilt ár. Seðlabankinn tekur ákvörðun um stýrivexti í næstu viku. Þeir hafa ekki verið lækkaðir síðan árið 2020, en þá voru þeir í sögulegu lágmarki.

Katrín telur að peningastefnunefnd Seðlabankans íhugi vaxtalækkun en hún telur rétt að stilla væntingum í hóf.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Í gær

Segir Trump nánast vera kominn á „norðurkóreskt stig“

Segir Trump nánast vera kominn á „norðurkóreskt stig“
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“
Fréttir
Í gær

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“