fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fréttir

Stofna samtök gegn óþarfa flugi á Reykjavíkurflugvelli – „Fólk er búið að fá nóg“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 10. september 2024 14:57

Kristján segir óþarft flug hafa aukist mjög á undanförnum árum. Til hægri er einkaþota rapparans Jay-Z.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stofnuð hafa verið íbúasamtök gegn óþarfa flugumferð á Reykjavíkurflugvelli. Flug hefur aukist mikið og áhrif þess að búa við hávaðann eru slæm á heilsuna.

Hljóðmörk heita samtökin og eru það einkum íbúar í miðborg Reykjavíkur, Vesturbæ, Hlíðum, Skerjafirði og Kársnesi í Kópavogi sem standa að þeim. En einnig fólk annars staðar af á höfuðborgarsvæðinu, svo sem Fossvogi, Garðabæ og jafnvel Hafnarfirði.

Markmiðið er að óþarfa flug hverfi frá Reykjavíkurflugvelli. Þetta er til dæmis flug einkaþota og annarra flugvéla, útsýnisflug, kennsluflug og þyrluflug. Þetta á ekki við um sjúkraflug, björgunarflug eða reglubundið innanlandsflug.

Stundum tveir um borð

„Í einkaþotum milljarðamæringa eru stundum aðeins tveir um borð,“ segir Kristján Vigfússon, íbúi í Hlíðunum og einn af stofnendum Hljóðmarka. „Við erum komin vel af stað og höfum fengið gríðarlega góð viðbrögð frá almenningi. Þetta eru ekki nokkrar manneskjur sem eru pirraðar yfir þyrluflugi. Þetta er stór hreyfing sem er að verða til á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er búið að fá nóg.“

Merki hinna nýju samtaka.

Samtökin byrjuðu fyrir ekki svo löngu síðan þegar þrír einstaklingar sem voru áhugasamir um starfsemina á flugvellinum heyrðu af og fundu hvora aðra. Vatt þetta svo upp á sig þegar þeir heyrðu af fleira fólki sem var óánægt með mikla aukningu flugs á vellinum á undanförnum árum.

Slæm áhrif á svefn og geðheilsu

Kristján bendir á að rannsóknir hafi sýnt slæm áhrif þess að búa í nálægð við hávaða flugvalla. Þetta hafi til dæmis áhrif á svefn fólks, hjartasjúkdóma og geðheilsu. Ekki síst börn, en í næsta nágrenni við flugvöllinn er leikskóli og vinsæl útivistarsvæði í Öskjuhlíð og Nauthólsvík.

Einkaflugvélar í langri röð.

Einnig vísar hann í tíu ára gamla skýrslu umhverfisstofnunar Evrópu þar sem umhverfismengun frá flugvelli hafi verið sú þriðja mesta í Reykjavík. Flug hafi aðeins aukist síðan þá.

Forsvarsfólk Hljóðmarka hefur ekki setið auðum höndum síðan samtökin voru stofnuð. Þegar hafa þau fengið góð viðbrögð hjá borgarstjórn og óskað eftir fundi með heilbrigðiseftirliti borgarinnar. Einnig hafa þau óskað eftir fundi með ISAVIA og fengið fund með Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra.

Flugvöllurinn verður þarna næstu áratugina

Í áratugi hefur verið deilt um hvort Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni eða vera fluttur annað. Kristján segir stofnun Hljóðmarka ekki snúast um það.

„Reykjavíkurflugvöllur er ekki að fara burt næstu áratugina. Það er ekki búið að finna nýtt flugvallarstæði,“ segir hann. „Ég held að við getum lifað í sátt og samlyndi við innanlandsflug, Landhelgisgæsluna og sjúkraflugið. Það er þetta óþarfa flug sem við erum að benda á.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Elliði hló upphátt þegar hann las frétt Morgunblaðsins í morgun

Elliði hló upphátt þegar hann las frétt Morgunblaðsins í morgun
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“

Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“
Fréttir
Í gær

Leyniskytta skaut að minnsta kosti þrjá til bana í Dallas

Leyniskytta skaut að minnsta kosti þrjá til bana í Dallas
Fréttir
Í gær

Einar Bárðar segir fréttir um dagsektir „sérstakar“ – „Fulltrúar Eflingar vilja ekki ræða við SVEIT en senda svo pillur“

Einar Bárðar segir fréttir um dagsektir „sérstakar“ – „Fulltrúar Eflingar vilja ekki ræða við SVEIT en senda svo pillur“
Fréttir
Í gær

Lá í blóði sínu á hjólastíg og hjálmurinn mölbrotinn – „Hættulegustu farartækin í umferðinni“

Lá í blóði sínu á hjólastíg og hjálmurinn mölbrotinn – „Hættulegustu farartækin í umferðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkur á eldingaveðri á sunnanverðu landinu í dag

Líkur á eldingaveðri á sunnanverðu landinu í dag