

Undanrásir Íslandsmótsins í netskák fara fram í kvöld, sunnudaginn 25. ágúst, á Chess.com. Um er að ræða opið mót þar sem keppendur eru að berjast um þrjú síðustu sætin í úrslit Íslandsmótsins sem verður með glæsilegu sniði. Alls munu 16 skákmennt tefla útsláttareinvígi sem verða í beinni útsendingu hjá Sjónvarpi Símans í allan vetur en Íslandsmeistarinn verður krýndur þann 8. desember næstkomandi.
Þá verður barist um met verðlaunafé í úrslitunum en verðlaunapotturinn hljóðar upp á eina milljón króna.
Eins og áður segir fá þrír efstu úr undankeppni sæti í úrslitinum en 13 af bestu skákmönnum landsins fengu boðssæti í úrslitunum. Þeir eru eftirfarandi í stafrófsröð:
IM Aleksandr Domalchuk (2386)
IM Björn Þorfinnsson (2356)
GM Bragi Þorfinnsson (2379)
GM Guðmundur Kjartansson (2474)
GM Hannes Hlífar Stefánsson (2473)
GM Helgi Áss Grétarsson (2485)
GM Helgi Ólafsson (2466)
IM Hilmir Freyr Heimisson (2392)
GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2498)
GM Jóhann Hjartarson (2472)
WIM Olga Prudnykova (2268)
GM Vignir Vatnar Stefánsson (2500)
GM Þröstur Þórhallsson (2385)