fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Eldgosið í jafnvægi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 24. ágúst 2024 09:53

Myndin er tekin stuttu eftir að gosið hófst þann 22. ágúst. Mynd: Gylfi Hauksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstofan hefur sent frá nýja tilkynningu um stöðu eldgossins sem hófst í fyrradag í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanessskaga.

Þar segir að eldgosið virðist hafa náð jafnvægi í gærkvöldi. Virknin sé öll norðan við Stóra-Skógfell. Engin skjálftavirkni mælist syðst, nálægt Hagafelli eða Grindavík. og að Gasmengun muni berast til suðurs

Í tilkunningunni segir að eldgosið virðist hafa náð jafnvægi í gærkvöldi og hafi virknin verið nokkuð stöðug í alla nótt. Hún sé öll norðan við Stóra Skógfell.

Virknin sé bundin við tvo staði á nyrðri sprungunni sem opnaðist í fyrrinótt. Myndarlegir kvikustrókar séu enn sjáanlegir en miðað við sjónmat þá virðist strókarnir hafa minnkað frá því í gærkvöldi.

Hraunið flæði að mestu til norðvesturs og virðist ekki fara hratt. Hraunflæði í átt að Grindavíkurvegi virðist hafa stöðvast.

Enn fremur segir að jarðskjálftavirkni sé mjög lítil, einstaka skjálftar hafi mælst norður af Stóra-Skógfelli og við Fagradalsfjall. Engin virkni mælist syðst, nálægt Hagafelli eða Grindavík.

Áfram sé spáð norðanátt og geri spá veðurvaktar um gasmengun ráð fyrir að hún muni berast til suðurs yfir Grindavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala