fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Svona er staðan á eldgosinu eftir nóttina

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. ágúst 2024 07:27

Mynd: Landhelgisgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í gærkvöldi náði jafnvægi um miðja nótt. Mikilvægir innviðir eru ekki taldir í hættu þó talið sé líklegt að hraunflæðið nái yfir Grindavíkurveg.

Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptafulltrúi Almannavarna, sagði við RÚV í morgun að allar breytur verði settar inn í hraunflæðilíkön sem reikna má með að liggi fyrir með morgninum.

Segir Hjördís ekki ólíklegt að hraunið fari yfir Grindavíkurveg og það sé eitthvað sem fólk þekkir vel. Það sé ekki jafn mikið vandamál og áður.

Ný gossprunga opnaðist í nótt við norðurenda fyrri sprungunnar og er virknin langmest í nyrðri hlutanum, skammt frá Stóra-Skógfelli.

Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði við RÚV í morgun að þetta gos væri frábrugðið öðrum vegna þess hversu norðarlega virknin er. Aflögun haldi áfram norðan við nýju sprunguna og það gæti bent til þess að kvika sé að finna sér leið í jarðskorpunni.

Grindavík er ekki í hættu og ekkert hraunflæði á leið þangað en hraunið rennur nú í átt að Litla-Skógfelli, framhjá Stóra-Skógfelli og til austurs og norður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“