fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Svona er staðan á eldgosinu eftir nóttina

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. ágúst 2024 07:27

Mynd: Landhelgisgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í gærkvöldi náði jafnvægi um miðja nótt. Mikilvægir innviðir eru ekki taldir í hættu þó talið sé líklegt að hraunflæðið nái yfir Grindavíkurveg.

Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptafulltrúi Almannavarna, sagði við RÚV í morgun að allar breytur verði settar inn í hraunflæðilíkön sem reikna má með að liggi fyrir með morgninum.

Segir Hjördís ekki ólíklegt að hraunið fari yfir Grindavíkurveg og það sé eitthvað sem fólk þekkir vel. Það sé ekki jafn mikið vandamál og áður.

Ný gossprunga opnaðist í nótt við norðurenda fyrri sprungunnar og er virknin langmest í nyrðri hlutanum, skammt frá Stóra-Skógfelli.

Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði við RÚV í morgun að þetta gos væri frábrugðið öðrum vegna þess hversu norðarlega virknin er. Aflögun haldi áfram norðan við nýju sprunguna og það gæti bent til þess að kvika sé að finna sér leið í jarðskorpunni.

Grindavík er ekki í hættu og ekkert hraunflæði á leið þangað en hraunið rennur nú í átt að Litla-Skógfelli, framhjá Stóra-Skógfelli og til austurs og norður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigmar segir andstöðu við nýtt Konukot kunnuglegt stef –  „Þessar konur þekkja nefnilega skömm og fordóma betur en aðrir“

Sigmar segir andstöðu við nýtt Konukot kunnuglegt stef –  „Þessar konur þekkja nefnilega skömm og fordóma betur en aðrir“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Bergvin segist útilokaður af RÚV vegna dóms um kynferðislega áreitni – „Miklu þyngra að vera dæmdur af „dómstól götunnar““

Bergvin segist útilokaður af RÚV vegna dóms um kynferðislega áreitni – „Miklu þyngra að vera dæmdur af „dómstól götunnar““
Fréttir
Í gær

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg
Fréttir
Í gær

Birtir mynd af frægasta glugga Íslands – Bærinn vill láta taka uppstillinguna niður

Birtir mynd af frægasta glugga Íslands – Bærinn vill láta taka uppstillinguna niður
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“