fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Franski stórleikarinn Alain Delon látinn

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 18. ágúst 2024 08:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska kvikmyndastjarnan Alain Delon er látinn, 88 ára að aldri. Börn leikarans sendu frá sér tilkynningu um andlát hans í morgun. „Hann kvaddi friðsællega í húsi sínu í Douchy, umvafinn þremur börnum sínum og fjölskyldu sinni,“ segir í tilkynningunni (Metro).

Alain Delon varð einn af þekktustu leikurum Evrópu á sjöunda áratug síðustu aldar. Meðal frægra kvikmynda sem hann lék í voru Monsier Klein og Plein Soleil (Purple Noon). Alain Delon var þátttakandi í gullöld franskrar kvikmyndagerðar um og upp úr 1960, þar sem frægir leikstjórar á borð við Jean-Luc Godard og Louis Malle létu að sér kveða.

Þrátt fyrir heimsfrægð fyrir leik sinn í evrópskum myndum tókst honum aldrei almennilega að slá í gegn í Hollywood.

Alain Delon átti í mörgum ástarsamböndum yfir ævi sína og lætur eftir sig fjögur börn sem hann átti hvert með sinni konunni.

Alain Delon var utan sviðsljóss fjölmiðla síðustu árin en hann glímdi við vanheilsu eftir hjartaáfall árið 2019.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“