fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Hræðilegt ástand göngupalla við Leirhnjúk og Kröflu – „Mér finnst lítið vera gert í þessu“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 30. júlí 2024 13:00

Pallarnir minna helst á flókið borð í Super Mario Bros. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástand göngupalla við Leirhnjúk og Kröflu er afar bágborið. Út frá myndum að dæma eru þeir algjör slysagildra. Ástandið hefur lítið breyst í langan tíma.

„Þetta var líka svona í fyrra þegar ég var á ferðinni. Mér finnst lítið vera gert í þessu,“ segir Bjarni Meyer Einarsson, ökuleiðsögumaður, en hann var á ferð um svæðið með hóp og tók myndir af ástandi göngupallanna.

„Þetta er algjör slysagildra. Ég veit ekki hvort eða hversu margir hafa slasast en maður þarf virkilega að passa sig þarna,“ segir Bjarni. „Það er kannski betra að sleppa þessu en að hafa þetta svona.“

Hverasvæðið við Leirhnjúk er ein af náttúruperlum Mývatnssveitar. Gríðarlega margir ferðamenn leggja leið sína þangað á hverjum degi.

Frá bílastæði liggur stígur að hnúknum sem tekur um 15 til 20 mínútur að ganga. Liggur leiðin inn í gíga frá Kröflueldum og upp á hnjúkinn sjálfan.

Rukka í bílastæðin

Bjarni vakti athygli á ástandi göngupallanna, sem eru víða brotnir og með stórum götum, á samfélagsmiðlum. Spurði hann hvort það væri til of mikils mælst að fara fram á viðhald á göngustígum sem þessum.

Árið 2016 dæmdi Hæstiréttur Íslands gegn landeigendum í Reykjahlíð sem vildu rukka gjald inn á náttúruperlur við Mývatn. En rukkað hafði verið 800 krónur inn í Leirhnjúk og Námaskarð.

Í viðtali við Fréttablaðið sagði Ólafur H. Jónsson, forsvarsmaður landeigenda, að gjaldtakan væri brýn til að lagað það land sem ferðamenn hefðu eyðilagt.

Árið 2022 var hins vegar tekið upp bílastæðagjald við hveri í Mývatnssveit. Greint var frá því að féð ætti að nýta í uppbyggingu á svæðinu. Sagði Þórólfur Gunnarsson, rekstrarstjóri félagsins Sannra Landvætta sem sá um gjaldtökuna í viðtali við RÚV, að markmiðið væri að skapa öruggari og ánægjulegri upplifun.

Hversu mikið sé komið í kassann

Nokkrar umræður hafa skapast um ástand göngupallanna á netinu. Tekið er undir að ástandið sé beinlínis hættulegt.

„Hvað ætli landeigendur séu búnir að fá mikið í kassann af svæðinu við Hveri og hversu mikið ætli þeir séu búnir að eyða í uppbyggingu og verndun lands?“ spyr einn netverji.

„Var þarna í sumar og þetta er hættulegt á köflum. Víða spýtur sem líta ágætlega út en eru alveg að fara gefa sig, bara spurning hvenær,“ segir annar.

Enn annar nefnir að ríkið ætti beinlínis að taka yfir svæði sem þetta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns