fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Líkur á kvikuhlaupi á Reykjanesskaga og jafnvel enn einu eldgosinu fara vaxandi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. júlí 2024 12:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstofan hefur sent frá sér nýja tilkynningu vegna þróunar jarðhræringa á Reykjanesskaga.

Í tilkynningunni segir að skjálftavirkni síðustu daga hafi aukist lítillega og að aukin smáskjálftavirkni hafi mælst snemma í morgun. Einnig kemur fram að kvikusöfnun og landris haldi áfram á jöfnum hraða og að áfram sé gert ráð fyrir nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu tveimur vikum.

Sérstaklega er tekið fram að kvikuhlaup án eldgoss geti skapað hættu og valdið tjóni í Grindavík.

Í tilkynningunni segir ennfremur að í morgun upp úr klukkan átta hafi mælst aukin smáskjálftavirkni á Sundhnúkgígaröðinni. Virknin hafi staðið yfir í um 50 mínútur og sé að öllum líkindum merki um að þrýstingur sé að aukast í kerfinu. Ekki hafi mælst marktækar breytingar á aflögun eða borholuþrýstingi samhliða skjálftavirkninni. Sambærilega kvikuhreyfingar hafi mælst í aðdraganda fyrri atburða á svæðinu.

Veðurstofan segir að lokum í tilkynningunni að hún muni senda frá sér uppfært hættumat í lok dags á morgun, að öllu óbreyttu.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigmar segir andstöðu við nýtt Konukot kunnuglegt stef –  „Þessar konur þekkja nefnilega skömm og fordóma betur en aðrir“

Sigmar segir andstöðu við nýtt Konukot kunnuglegt stef –  „Þessar konur þekkja nefnilega skömm og fordóma betur en aðrir“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Bergvin segist útilokaður af RÚV vegna dóms um kynferðislega áreitni – „Miklu þyngra að vera dæmdur af „dómstól götunnar““

Bergvin segist útilokaður af RÚV vegna dóms um kynferðislega áreitni – „Miklu þyngra að vera dæmdur af „dómstól götunnar““
Fréttir
Í gær

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg
Fréttir
Í gær

Birtir mynd af frægasta glugga Íslands – Bærinn vill láta taka uppstillinguna niður

Birtir mynd af frægasta glugga Íslands – Bærinn vill láta taka uppstillinguna niður
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“