fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Leitað að ungum manni á Tenerife

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. júní 2024 14:00

Jay Slater.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umfangsmikil leit stendur nú yfir á Tenerife að 19 ára karlmanni sem ekkert hefur spurst til síðan í gær. Maðurinn sem um ræðir heitir Jay Slater og er breskur ríkisborgari.

Breska ríkisútvarpið, BBC, segir að Jay hafi verið staddur Rural de Teno-þjóðgarðinum á vesturhluta Tenerife þegar síðast spurðist til hans.

Vinkona hans, Lucy, heyrði í honum í gærmorgun en þá sagðist hann vera villtur, þurfa á vatni að halda og að síminn hans væri að verða rafmagnslaus. Sambandið slitnaði skömmu síðar og hefur ekkert spurst til Jay síðan þá.

Lucy og Jay voru stödd á Tenerife til að vera viðstödd NRG-tónlistarhátíðina og segir Lucy að Jay hafi farið heim með fólki sem hann kynntist á ferðalaginu. Hann hugðist svo ganga heim í gærmorgun en virðist ekki hafa áttað sig á því hversu löng og torfær leiðin var.

Leitarhópar hafa verið kallaðir út og þá er búið að lýsa eftir Jay á veggspjöldum á fjölförnum stöðum á Tenerife.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu