fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Íslendingar fá á baukinn: Hvetja til sniðgöngu á öllu sem tengist Íslandi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. júní 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að ákvörðun Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra að heimila veiðar á 128 langreyðum á þessu ári hafi mælst illa fyrir úti í heimi. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um málið síðastliðinn sólarhring og eru margir afar ósáttir við ákvörðun íslenskra stjórnvalda.

„Þetta mun sverta ímynd Íslands á alþjóðlegum vettvangi svo um munar,“ segir Clare Perry, fulltrúi hjá samtökunum Environmental Investigation Agency, í samtali við The Times. Undir það tekur Patrick Ramage, framkvæmdastjóri International Fund for Animal Welfare, en hann segir:

„Heimsbyggðin hefur fylgst með Íslandi og beðið þess að þarlend stjórnvöld bindi enda á hvalveiðar í eitt skipti fyrir öll. Þó að kvótinn sé minnkaður þá er það galið að ætla að slátra 99 hvölum,“ segir hann en leyfið tekur til veiða á samtals 128 dýrum, þar af 99 á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland þar sem Hvalur hf. hefur eingöngu stundað veiðar sínar.

Ramage sagði svo í samtali við Reuters að það sé fáránlegt á árinu 2024 sé gefið út skotleyfi á næst stærstu skepnu jarðar vegna afurðar sem enginn hefur þörf á.

BBC vísar í yfirlýsingu The Humane Society International sem bentu á hversu langan tíma það tekur fyrir hvali að drepast. Matvælastofnun benti á það í fyrra að aðeins 60% þeirra hvala sem drepnir voru við Ísland árið 2022 hafi drepist samstundis og 36 hvalir verið skotnir oftar en einu sinni.

Hér að neðan má svo sjá brot af umræðunni á samfélagsmiðlinum X eftir tíðindi gærdagsins en þar hefur myllumerkið #boycotticeland verið í talsverðri notkun. Hvetja sumir til þess að fólk sniðgangi allt sem tengist Íslandi á meðan hvalveiðar eru leyfðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Í gær

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK