fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fréttir

Vilhjálmur hraunar yfir ríkisstjórnina: „Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir ykkur“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. júní 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, lætur ríkisstjórnina heyra það í umræðum á þræði Brynjars Níelssonar, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Facebook.

Brynjar skrifaði færslu í gær þar sem hann furðaði sig á fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum. Í niðurstöðum könnunar Gallup, sem birtar voru á mánudag, var fylgi Samfylkingarinnar 29,9%. Til samanburðar er samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna 30,4% og munar þar mestu um fylgi Sjálfstæðisflokks sem mælist 18,0%. Fylgi Framsóknar er 9,1% og VG 3,3%.

„Sennilega er þetta bara eitt af undrum veraldar,“ sagði Brynjar sem bætti við að þekkt væri að flokkar og menn rjúki upp í könnunum en þegar á hólminn sé komið sé áhuginn mjög takmarkaður.

Margir lögðu orð í belg undir færslu Brynjars en Vilhjálmur spurði hvort hluti af skýringunni á þessu aukna fylgi Samfylkingarinnar væri ekki óánægja kjósenda með núverandi ríkisstjórn.

„Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir ykkur sjálfstæðismenn að sjá flokkinn ykkar mælast með einungis 18% í nýjustu skoðanakönnun frá Gallup. Það er svo sem ekki skrýtið þegar flokkur sem kennir sig við frelsi á öllum sviðum nær ekki að verja eitt af mikilvægustu ákvæðum stjórnarskrárinnar sem er 75 gr. um atvinnufrelsi fyrirtækja og einstaklinga. Láta flokk eins og Vinstri græna sem mælist með 3,3% í könnunum fótum troða atvinnufrelsið og bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn horfa gjörsamlega aðgerðalausir á. Skil reyndar ekki lengur fyrir hvað Framsóknarflokkurinn stendur annað en sjálfan sig.“

Brynjar sagði að það væri örugglega hluti af skýringunni. „En ég skil samt ekki að menn fylki sér um Samfylkinguna vegna þessarar óánægju,“ sagði Brynjar.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata í stjórnarandstöðu, sagði að miðað við frammistöðu Sjálfstæðisflokksins á þingi undanfarna áratugi sé mjög merkilegt að fylgið skuli vera þar sem það er. „Það er frekar eitt af undrum veraldar. Að einhverju leyti má skýra fylgi Samfylkingarinnar út frá verkum Sjálfstæðisflokksins. En af hverju fylgið þar en ekki annars staðar – er líka mjög merkilegt. Eins og þú bendir á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Í gær

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki
Fréttir
Í gær

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biður um að dóttir hans verði ekki skilgreind út frá húðlit – „Pabbi, af hverju segja krakkar að ég sé svört?“

Biður um að dóttir hans verði ekki skilgreind út frá húðlit – „Pabbi, af hverju segja krakkar að ég sé svört?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“