fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Mikil sorg í Neskaupstað eftir andlát ungs barns

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. júní 2024 14:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Samfélagið er brotið. Það er í þungu áfalli og sorg,“ segir Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur í Austfjarðarprestakalli, í samtali við héraðsfréttamiðilinn Austurfrétt.

Miðillinn greinir frá því að fjölmenn minningarstund hafi verið haldin í Norðfjarðarkirkju í gær eftir að tæplega tveggja ára barn lést í byrjun vikunnar eftir bráð veikindi.

Barnið veiktist skyndilega í síðustu viku og var flutt með sjúkraflugi til Akureyrar, þaðan til Reykjavíkur og síðan til Svíþjóðar. Barnið lést aðfaranótt sunnudags á sjúkrahúsi í Svíþjóð.

Jóna Kristín segir við Austurfrétt að sorgin í samfélaginu sé þungbær og hugur fólks hjá foreldrum, bræðrum og fjölskyldu barnsins.

„Kirkjan var troðfull og þurfti að bæta við stólum til að fólk kæmist fyrir. Það sýnir sig að þegar svona áföll verða að fólki er nauðsynlegt að koma saman, leita stuðnings hvert hjá öðru og finna samkennd, samhryggð og samstöðu,“ segir Jóna við Austurfrétt þar sem nánar er fjallað um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða