fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Frambjóðendur kjósa: Atkvæði Jóns Gnarr komið í hús – Myndir

Ritstjórn DV
Laugardaginn 1. júní 2024 13:39

Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmti í röð forsetaframbjóðenda, sem mest fylgi hafa verið með í könnunum, til að kjósa í forsetakosningunum í dag var Jón Gnarr. Hann greiddi atkvæði sitt í Vesturbæjarskóla núna klukkan 13:00. Ljósmyndari DV var á staðnum.

Jón hefur yfirleitt verið í fimmta sæti í könnunum og möguleikar hans á að sigra í kosningunum virðast því ekki vera miklir. Jón sem gert hefur það að ævistarfi sínu að gleðja fólk hefur lagt nokkra áherslu á það í sinni kosningabaráttu að auka gleðina í kringum forsetaembættið. Í kappræðum RÚV í gærkvöldi lagði hann hins vegar þunga áherslu á að hann gæti að sjálfsögðu verið alvarlegur ef þörf væri á og tekið erfiðar ákvarðanir. Vísaði Jón þá ekki síst til tíðar sinnar sem borgarstjóri í Reykjavík því til rökstuðnings að hann geti verið alvarlegur þegar á þarf að halda.

Helsta vandamál Jóns í kosningabaráttunni hefur verið lítið fylgi meðal eldra fólks en hvort gleðigjafinn þjóðkunni komi á óvart og endi á Bessastöðum þrátt fyrir það á tíminn einn eftir að leiða í ljós.

Nokkrar myndir af Jóni á kjörstað ásamt eiginkonu sinni Jógu Gnarr Jóhannsdóttur, hluta barna þeirra og heimilishundinum Klaka eru hér að neðan:

Mynd: Valli
Mynd: Valli
Mynd: Valli
Mynd: Valli
Mynd: Valli
Mynd: Valli
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ólafur Þór í hálfgerðu áfalli eftir gærkvöldið

Ólafur Þór í hálfgerðu áfalli eftir gærkvöldið
Fréttir
Í gær

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt
Fréttir
Í gær

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka