Ellefu frambjóðendur af tólf hafa skrifað undir áskorun til Ríkisútvarpsins um að hafa fyrirkomulag kappræðna forsetaframbjóðenda á föstudagskvöld með sama sniði og fyrir kappræður, þannig að allir frambjóðendurnir komi saman í einu.
RÚV hefur þegar gefið til kynna að það ætli ekki að verða við þessari áskorun heldur tvískipta umræðunum þannig að sex efstu og sex neðstu frambjóðendurnir ræði saman í tvískiptum þætti.
Núna liggur endanlega fyrir að einn forsetaframbjóðandi hefur neitað að skrifa undir þessa áskorun til RÚV og það er Katrín Jakobsdóttir. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir lýsir yfir miklum vonbrigðum með þessa afstöðu Katrínar í færslur á Facebook, sem hún segir:
„Vonbrigði dagsins
Í gær sendu ellefu frambjóðendur kröfu á hendur RRÚV um að sama fyrirkomulag verði á síðari kappræðum RÚV svo þjóðin geti á lýðræðislegan hátt fyrirhitt alla frambjóðendur á sömu stundu.
Nú hefur fyrrum forsætisráðherra tekið afstöðu til málsins.
Í svari hennar segir, að hún hafi verið ánægð með fyrirkomulag fyrri kappræðna en að hún treysti RÚV fyrir ákvarðanatöku hvað þetta mál varðar.
Hvað birtist okkur hér? Er þetta ekki birtingarmynd þess sem koma skal? Ég lít svo á að hér sjáum við svart á hvítu það sem ég óttast að fyrrum forsætisráðherra verði aldrei ein af okkur. Og að hún muni alltaf taka sér stöðu með valdinu þrátt fyrir óskir fólksins.
Við meðframbjóðendur hennar sem erum ellefu talsins komum úr öllum kimum samfélagsins og erum því þverskurður af almenningi í landinu.
Lifi lýðræðið!“