fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Steinunn Ólína sár og svekkt: Katrín neitaði að skrifa undir áskorun frambjóðenda til RÚV

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. maí 2024 12:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ellefu frambjóðendur af tólf hafa skrifað undir áskorun til Ríkisútvarpsins um að hafa fyrirkomulag kappræðna forsetaframbjóðenda á föstudagskvöld með sama sniði og fyrir kappræður, þannig að allir frambjóðendurnir komi saman í einu.

Sjá einnig: Allir forsetaframbjóðendurnir, nema einn, vilja vera saman í lokakappræðunum – RÚV situr fast við sinn keip

RÚV hefur þegar gefið til kynna að það ætli ekki að verða við þessari áskorun heldur tvískipta umræðunum þannig að sex efstu og sex neðstu frambjóðendurnir ræði saman í tvískiptum þætti.

Núna liggur endanlega fyrir að einn forsetaframbjóðandi hefur neitað að skrifa undir þessa áskorun til RÚV og það er Katrín Jakobsdóttir. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir lýsir yfir miklum vonbrigðum með þessa afstöðu Katrínar í færslur á Facebook, sem hún segir:

„Vonbrigði dagsins

Í gær sendu ellefu frambjóðendur kröfu á hendur RRÚV um að sama fyrirkomulag verði á síðari kappræðum RÚV svo þjóðin geti á lýðræðislegan hátt fyrirhitt alla frambjóðendur á sömu stundu.

Nú hefur fyrrum forsætisráðherra tekið afstöðu til málsins.

Í svari hennar segir, að hún hafi verið ánægð með fyrirkomulag fyrri kappræðna en að hún treysti RÚV fyrir ákvarðanatöku hvað þetta mál varðar.

Hvað birtist okkur hér? Er þetta ekki birtingarmynd þess sem koma skal? Ég lít svo á að hér sjáum við svart á hvítu það sem ég óttast að fyrrum forsætisráðherra verði aldrei ein af okkur. Og að hún muni alltaf taka sér stöðu með valdinu þrátt fyrir óskir fólksins.

Við meðframbjóðendur hennar sem erum ellefu talsins komum úr öllum kimum samfélagsins og erum því þverskurður af almenningi í landinu.

Lifi lýðræðið!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“