Þær Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir eru efstar og hnífjafnar í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir Stöð 2 um fylgi forsetaframbjóðenda. Þær eru báðar með 24,1% atkvæða.
Halla Hrund Logadóttir er í þriðja sæti með 18,4%. Marktækur munur er á fylgi hennar og hinna tveggja.
Baldur Þórhallsson er með 15,4% og Jón Gnarr 9,9%. Arnar Þór Jónsson er með slétt 5%.