fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Sakaðir um að setja á svið umferðarslys í Hafnarfirði

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. maí 2024 09:31

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Lögbirtingablaðinu í dag er birt fyrirkall þar sem maður á þrítugsaldri sem sagður er búsettur á Ítalíu er kvaddur til að mæta fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 27. ágúst næstkomandi en þá verður þingfest sakamál, sem höfðað er með ákæru Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, á hendur honum og öðrum manni sem einnig er á þrítugsaldri en er búsettur hér á landi. Eru mennirnir ákærðir fyrir tilraun til fjársvika með því að hafa sett á svið umferðarslys í Hafnarfirði í apríl 2021.

Í Lögbirtingablaðinu segir að mennirnir hafi sett á svið umferðarslys á gatnamótum Breiðhellu og Gjáhellu í Hafnarfirði, í þeim tilgangi að svíkja út vátryggingabætur á grundvelli kaskótryggingar og lögboðinnar ökutækjatryggingar bifreiðar hjá Vátryggingafélagi Íslands hf. Annars vegar vegna skemmda á umræddri bifreið og hins vegar vegna skemmda á annarri bifreið sem annar mannanna hafi ekið norður Gjáhellu, stöðvað síðan akstur við gatnamót Gjáhellu og Breiðhellu í um það bil 40 sekúndur, þar til hann ók bifreiðinni hægt í veg fyrir hina bifreiðina sem hinn maðurinn hafi ekið norðvestur Breiðhellu, með þeim afleiðingum að árekstur varð með bifreiðunum á gatnamótunum.

Segir enn fremur í Lögbirtingablaðinu að mennirnir hafi undirritað tjónstilkynningu sama dag og annar þeirra sent Vátryggingafélagi Íslands tilkynninguna í tölvupósti samdægurs. Hafi mennirnir þannig með blekkingum reynt að fá félagið til að bæta tjónið en áætlaður kostnaður af yfirtöku annarrar bifreiðarinnar hafi verið 800.000 krónur en 400.000 krónur vegna hinnar bifreiðarinnar sem kom við sögu.

Er þess krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna