fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Halla Tómasdóttir tvöfaldar fylgi sitt í nýrri könnun Prósents

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 13. maí 2024 07:50

Halla Tómasdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi rúmlega tvöfaldar fylgi sitt á milli vikna samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Prósents fyrir Morgunblaðið. Niðurstöðurnar eru birtar í dag og eru þær nokkuð athyglisverðar.

Halla Hrund Logadóttir nýtur sem fyrr mest fylgis og mældist það 26,0% í könnuninni sem gerð var dagana 7. til 12. maí síðastliðinn. Katrín Jakobsdóttir er þar á eftir með 19,2% fylgi og Baldur Þórhallsson er svo í þriðja sæti með 17,9% fylgi. Jón Gnarr er með 13,8% fylgi.

Hástökkvarinn er hins vegar Halla Tómasdóttir og mælist fylgi hennar nú 12,5% sem er rúmlega tvöfalt meira en hún hefur fengið í síðustu könnunum. Í umfjöllun Morgunblaðsins um könnunina í dag kemur fram að ekki sé annað að sjá en að hún taki fylgi frá öllum fjórum frambjóðendunum sem eru fyrir ofan hana.

Þá er bent á það í umfjölluninni að flestir telji að hin raunverulega barátta um forsetastólinn verði á milli Höllu Hrundar og Katrínar. Segja 36,4% aðspurðra að Halla Hrund sé sigurstranglegust en 35,0% að Katrín sé sigurstranglegust. Þar á eftir kemur Baldur Þórhallsson en 13,8% telja að hann muni fá flest atkvæði í kosningunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“