fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. maí 2024 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV greindi frá síðastliðinn föstudag mega tveir breskir ríkisborgarar teljast heppnir að vera á lífi eftir að hafa lent í alvarlegu umferðarslysi hér á landi fyrir skemmstu.

Mennirnir, Zak Nelson og Elliot Griffiths, voru á ferðalagi um Ísland fyrir tveimur vikum þegar þeir lentu í hörðum árekstri. Höfðu þeir aðeins verið á Íslandi í nokkrar klukkustundir þegar slysið varð.

Sjá einnig: Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi:Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Báðir slösuðust í árekstrinum en Elliot hlaut öllu alvarlegri meiðsli og þurfti hann að gangast undir aðgerð vegna innvortis blæðinga. Báðir eru þó á góðum batavegi og afar þakklátir Landspítalanum fyrir góða umönnun síðustu daga.

Zak hefur verið duglegur að leyfa fylgjendum sínum á TikTok að fylgjast með gangi mála.

Í nýju myndbandi tjáir hann sig um hvernig heilbrigðisþjónustan er á Íslandi.

„Það er bara ein leið til að svara því“ segir hann og bætir við:  „Og það er þannig að hún hefur verið algjörlega frábær. Spítalinn hér er frábær, starfsfólkið er frábært,“ segir hann og segir starfsfólkið augljóslega afar umhyggjusamt í garð skjólstæðinga sína.

„Þau gefa sér tíma fyrir þig, það er hljótt hérna, það er hreint. Þetta er fullkomið og gerir nákvæmlega það sem það á að gera. Þetta er líklega besti staðurinn í heiminum til að lenda í svona slysi.“

Zak og Elliot hafa farið í nokkur viðtöl eftir slysið, meðal annars við breska ríkisútvarpið, BBC, og segir Zak að Elliot hafi beðið hann um að hrósa starfsfólkinu og spítalanum. Það gerir hann svo sannarlega í nýja myndbandinu og segir hann að þeir séu afar þakklátir fyrir allt sem starfsfólkið hefur gert fyrir þá.

Zak og Elliot komu til Íslands þann 19. apríl og hugðust dvelja hér yfir eina langa helgi. Þeir lentu að morgni og varð slysið síðdegis á föstudeginum þegar þeir höfðu farið gullna hringinn og skoðað hraunbreiðurnar á Reykjanesi. Zak var útskrifaður eftir tvo daga á sjúkrahúsi en Elliot þurfti lengri tíma til að jafna sig.

Zak og Elliot ræddu slysið við BBC í vikunni og þar kom fram að þeir hefðu trúlofað sig á Landspítalanum. Zak segir að bónorðið hafi komið þegar þeir hittu hvorn annan á slysadeild Landspítalans eftir slysið. „Mér var rúllað í hjólastól að rúminu hans, Elliot sá mig, sagði hæ og spurði hvort ég vildi giftast honum. Ég sagði já,“ sagði hann í viðtalinu.

Zak, sem er 28 rútubílstjóri frá Norwich, talaði afar fallega um Ísland í viðtalinu og sagðist gjarnan vilja koma aftur til landsins og skoða restina af landinu.

@busman_zak Replying to @traveling.ginger how has the care been in an Icelandic hospital? #iceland #carcrash #rtc #rta #crash #hospital #survivor ♬ Happy and Healthy – 331Music

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á Þorláksmessu – Hótaði pari lífláti og reyndi að myrða manninn – „Ég hika ekki við að taka þig og skera þig á háls“

Hryllingur á Þorláksmessu – Hótaði pari lífláti og reyndi að myrða manninn – „Ég hika ekki við að taka þig og skera þig á háls“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo