fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fréttir

Mörg þúsund flugvélar hafa orðið fyrir alvarlegri truflun – Böndin beinast að Rússlandi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. apríl 2024 04:05

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í og við Eystrasaltið hafa margar flugvélar lent í miklum og endurteknum truflunum, þar á meðal farþegaflugvélar. Þetta er ósýnleg ógn og virðast þræðirnir liggja til Rússlands.

Þetta snýst um „GPS-truflun“ sem felur í sér að truflanir verða á GPS-sambandi eða þá að það lokast algjörlega fyrir sendingarnar á ákveðnu svæði. Þetta er að sjálfsögðu mikil ógn við farþegaflugvélar og aðrar flugvélar og getur í versta falli orðið til þess að flugmenn verða nánast að fljúga blindandi á þeim svæðum þar sem þessu „vopni“ er beitt.

Flugmenn nota GPS til að rata. Ef merkjasendingarnar eru truflaðar á ákveðnu svæði geta flugmennirnir til dæmis misst yfirsýnina yfir hvar vélin er eða fengið viðvaranir frá aðvörunarkerfi flugvélanna um hættu á árekstri þrátt fyrir að engin hætta sé á ferðum.

The Sun segir að frá því í ágúst á síðasta ári hafi 2.309 vélar frá Ryanair og 1.368 frá Wizz Air lent í erfiðleikum með GPS-kerfið yfir Eystrasalti. Þess utan hafa 82 flug frá British Airways, 7 frá Jet2, 4 frá easyJet og 7 frá Tui lent í álíka vandræðum yfir Eystrasalti.

Flugfarþegar þurfa ekki að óttast um flugöryggið þótt vélarnar lendi í truflun af þessu tagi því flugmenn hafa ákveðnar vinnureglur til að fylgja þegar svona gerist og vegna þess að vélarnar skipta sjálfkrafa yfir í annað flugsöguleiðarkerfi ef GPS-kerfið dettur út.

Það að trufla GPS-kerfið er oft notað á átakasvæðum til að verjast árásum dróna eða flugskeyta sem nota GPS til að finna skotmark sitt.

Truflanirnar í Eystrasalti eru umfangsmiklar og ná yfir stórt svæði og það þarf mikinn tækjabúnað til að geta valdið þeim.

Leyniþjónusta danska hersins staðfesti við Jótlandspóstinn að mörg tilfelli GPS-truflana hafi komið upp í Eystrasalti á síðustu mánuðum og að venjulega séu það aðilar á vegum einstakra ríkja sem valda svona umfangsmiklum truflunum.

Rússar hafa ekki lýst yfir ábyrgð á þessum truflunum og Vesturlönd hafa ekki sakað þá um að valda þeim en slóðin liggur samt sem áður til Kreml. Má þar nefna að 3. október 2022 var ekkert GPS-samband í loftrýminu yfir Danmörku í 15 mínútur, á sama tíma voru tvö rússnesk herskip í danskri landhelgi.

Milli jóla og nýárs 2023 urðu aftur miklar truflanir á kerfinu í Eystrasalti en á þeim tíma var rússneski flotinn við æfingar við Kalíningrad og var eitt af markmiðum æfingarinnar að trufla fjarskipti og flugleiðsögukerfi „óvinarins“.

Í gær tilkynnti Finnair að flugfélagið felli niður allt flug sitt til Eistlands næstu daga í kjölfar þess að tvær flugvélar þess neyddust til að hætta við lendingu í Eistlandi um helgina eftir að GPS-sambandið datt alveg út á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilja reisa vonarvita fyrir Grindavík – Upplýsta Grindavíkur geit

Vilja reisa vonarvita fyrir Grindavík – Upplýsta Grindavíkur geit
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Málfræðingur ver viðtengingarhátt – „Hvar er sómakennd ykkar?“

Málfræðingur ver viðtengingarhátt – „Hvar er sómakennd ykkar?“