fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. apríl 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að ríkisstjórninni sé nákvæmlega sama um öryggi og velsæld eldra fólks. Inga skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hún er ómyrk í máli. Bendir hún á að 25 þúsund króna skerðingarmörk vegna lífeyrissjóðssparnaðar eldra fólks hafi ekki verið hækkuð í tæp 15 ár.

„Hvort sem um er að ræða óðaverðbólgu eða brjálæðis­vexti, þá hunsa stjórn­völd ávallt beiðni eldra fólks um end­ur­skoðun á skerðing­un­um. Rík­is­stjórn­in kipp­ir sér lítið upp við það að al­mennt frí­tekju­mark hjá öldruðum sé mjög lágt í sögu­legu sam­hengi. Fólk er lögþvingað til að greiða í líf­eyr­is­sjóði hvort sem því lík­ar bet­ur eða verr. Því er tal­in trú um að þess­ir pen­ing­ar séu spari­fé þess, sem muni nýt­ast því til vel­sæld­ar á síðasta ævi­skeiðinu. En rík­is­stjórn­in er söm við sig nú sem endra­nær og ræðst á sparnaðinn með skerðing­ar-kruml­un­um og hrifs­ar þannig bróðurpart­inn til sín af því sem fólki var tal­in trú um að væri sparnaður sem myndi nýt­ast til auk­inna lífs­gæða á efri árum.“

Inga bendir á að frumvarp Flokks fólksins um hækkun skerðingarmarkanna sé nú til umfjöllunar í velferðarnefnd.

Verði frumvarpið að lögum mun frítekjumark lífeyristekna hækka úr 25 þúsund krónum í 100 þúsund krónur á mánuði.

„Ef frum­varpið verður samþykkt stíg­um við mik­il­vægt sann­girn­is­skref sem gef­ur líf­eyr­isþegum 33.750 kr. tekju­auka á mánuði eða 405.000 kr. á árs­grund­velli. Það kem­ur hins veg­ar ekki á óvart að rík­is­stjórn­in láti málið sem vind um eyru þjóta, enda ná­kvæm­lega sama um ör­yggi og vel­sæld eldra fólks,“ segir Inga sem lætur ríkisstjórnina heyra það.

„Flokk­ur fólks­ins hef­ur allt tíð for­dæmt þá aðför og eigna­upp­töku sem rík­is­stjórn­in beit­ir gegn eldra fólki. Loks þegar kem­ur að því að upp­skera gæðin sem okk­ur hef­ur verið tal­in trú um að fæl­ust í því að greiða í líf­eyr­is­sjóð er okk­ur refsað grimmi­lega með skerðing­um á skerðing­ar ofan. Líf­eyr­is­sjóðssparnaður­inn er laun­in okk­ar, eign okk­ar, rétt­indi okk­ar sem aldrei á að skerða. Eldra fólk hef­ur unnið allt sitt líf í þeirri von að eign­ast áhyggju­laust ævikvöld. Það er nöt­ur­legt að sjá stjórn­völd ráðast á það með blóðugum skerðing­um.“

Inga segir það skref í þá átt að viðurkenna eignarrétt okkar á eigin lífeyrissparnaði ef frítekjumarkið vegna lífeyristekna hækkar í 100 þúsund krónur á mánuði.

„Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óör­ygg­is. Flokk­ur fólks­ins viður­kenn­ir skil­yrðis­laust eign­ar­rétt okk­ar allra á líf­eyr­is­sparnaði. Flokk­ur fólks­ins hef­ur einn flokka á Alþingi bar­ist með kjafti og klóm gegn þess­ari forkast­an­legu eigna­upp­töku. Við gef­umst aldrei upp í bar­átt­unni fyr­ir rétt­læt­inu. Því sterk­ara umboð sem við fáum, þeim mun fyrr munu efri árin verða gæðaár fyr­ir alla en ekki ein­ung­is suma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks