fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 09:50

Harmleikurinn átti sér stað við Nýbýlaveg í lok janúar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir sem hefur verið ákærð fyrir að bana sex ára syni sínum í Kópavogi í lok janúar hefur verið ákærð fyrir að reyna að drepa eldri son sinn líka. Hann er ellefu ára.

RÚV greinir frá þessu.

Héraðssaksóknari gaf út ákæru á hendur konunni, sem er frá Írak, í gær fyrir bæði manndráp og tilraun til manndráps. Sex ára sonur hennar fannst látinn á heimili þeirra við Nýbýlaveg og var móðirin handtekin á vettvangi.

Sjá einnig:

Harmleikurinn á Nýbýlavegi – Fimmtug kona í gæsluvarðhald – „Hann var yndislegur strákur“

Eldri drengurinn var farinn í skólann þegar lögregla kom á svæðið. Faðirinn býr annars staðar á Íslandi.

Gögn málsins fara til hérðasdóms í dag og verður úthlutað til dómara sem mun taka ákvörðun um þingfestingu. Ákæra verður afhent fjölmiðlum þegar málið verður þingfest.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Í gær

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku