fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir sem hefur verið ákærð fyrir að bana sex ára syni sínum í Kópavogi í lok janúar hefur verið ákærð fyrir að reyna að drepa eldri son sinn líka. Hann er ellefu ára.

RÚV greinir frá þessu.

Héraðssaksóknari gaf út ákæru á hendur konunni, sem er frá Írak, í gær fyrir bæði manndráp og tilraun til manndráps. Sex ára sonur hennar fannst látinn á heimili þeirra við Nýbýlaveg og var móðirin handtekin á vettvangi.

Sjá einnig:

Harmleikurinn á Nýbýlavegi – Fimmtug kona í gæsluvarðhald – „Hann var yndislegur strákur“

Eldri drengurinn var farinn í skólann þegar lögregla kom á svæðið. Faðirinn býr annars staðar á Íslandi.

Gögn málsins fara til hérðasdóms í dag og verður úthlutað til dómara sem mun taka ákvörðun um þingfestingu. Ákæra verður afhent fjölmiðlum þegar málið verður þingfest.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Ferðamenn fengu sér sopa en hefðu betur sleppt því – Fundu óhugnaðinn ofar í læknum

Ferðamenn fengu sér sopa en hefðu betur sleppt því – Fundu óhugnaðinn ofar í læknum
Fréttir
Í gær

Maður sem sat saklaus í fangelsi í 24 ár fyrir morð er á leið í fangelsi fyrir morð

Maður sem sat saklaus í fangelsi í 24 ár fyrir morð er á leið í fangelsi fyrir morð