Matvælastofnun (MAST) hefur kært til lögreglu alvarlega vanrækslu nautgripa á lögbýli á Norðurlandi Vestra. Með aðstoð lögreglu fundust 29 dauðir gripir í gripahúsi á býlinu.
„ Í kjölfarið aflífuðu starfsmenn stofnunarinnar 21 grip til viðbótar á staðnum sökum slæms ástands, allt gripir sem voru hýstir í húsinu,“ segir í tilkynningu MAST. „Aðrir nautgripir, sem hafði verið haldið úti við, voru hýstir yfir nóttina, en síðan voru þeir færðir til slátrunar daginn eftir. Hræjum og skrokkum hefur þegar verið fargað á viðurkenndum urðunarstað.“
Umráðamaðurinn hefur verið sviptur heimild til dýrahalds tímabundið. Það er þangað til dómur fellur í málinu. Gerð er krafa um að umráðamaðurinn verði sviptur leyfis til að hafa búfénað í umsjá sinni, versla með þau eða sýsla með öðrum hætti.
Lögreglan á Norðulandi vestra rannsakar málið.