Fáránlegt aksturslags BMW-bifreiðar á leið upp í Mosfellsbæ náðist á myndband á dögunum en bifreiðin er í eigu tvítugs Kópavogsbúa. Teslu-eigandi nokkur sendi DV myndbandið ásamt skilaboðum um að það væri ágætis forvörn að sýna ökuníðingum fram á að víða í umferðinni væri að finna myndavélar sem gætu tekið upp hættulegt athæfi sem þetta.
Á myndbandinu má sjá BMW-bifreiðina smjúga á milli tveggja annarra bifreiða á tvíbreiðum vegi og má reikna með að öðrum bílstjórum hafi brugðið talsvert við athæfið sem er eðli málsins samkvæmt stórhættulegt.
Sjón er sögu ríkari en bílnúmer bílsins hefur verið afmáð.
–