fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Dæmd fyrir líkamsárás á hvort annað

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 19. apríl 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra voru karlmaður og kona dæmd fyrir líkamsárás á hvort annað. Dómur fékk 22. mars, en var birtur á vefsíðu dómstólanna í dag.

Í ákæru er konan ákærð fyrir að hafa veist að karlmanninum og sparkað í hægri síðu hans þar sem hann lá í rúmi sínu, bitið hann í vinstri kinn, hægra megin á háls og í þumal vinstri  handar,  með  þeim  afleiðingum  að  hann  hlaut  bitför  á  vinstri  kinn,  hægra megin á hálsi og á þumli vinstri handar.

Karlmaðurinn er síðan ákærður fyrir að hafa veist að konunni og slegið hana með krepptum hnefa í andlitið, með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á efri og neðri vör.

Konan kom fyrir dóm og játaði þá háttsemi sem hún var ákærð fyrir. Karlmaðurinn gekkst einnig við þeirri háttsemi sem hann var ákærður fyrir en sagðist hafa verið að verjast árás konunnar. 

Bæði áttu eldri dóma að baki og var brot karlmannsins framið fyrir uppsögu tveggja nýjustu dóma á hendur hans og refsing hans nú því ákveðin sem hegningarauki.

Hlaut konan 30 daga skilorðsbundinn dóm og karlmaðurinn 45 daga skilorðsbundinn dóm. Var konan einnig dæmd til greiðslu sakarkostnaðar að fjárhæð 225.680 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“