fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 21:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Hrund Pétursdóttir, forsetaframbjóðandi, var í viðtali í lok mars við fréttaveituna NBC í þáttaröðinni NBC Rising Woman THOUGHT LEADER.

Heimildin greinir frá því að Sigríður Hrund hafi greitt fyrir viðtalið en verðið sé trúnaðarmál. Sé viðtalið skoðað á vef NBC stendur Sponsored (Kostað) við greinina og fyrirvarinn: „Eftirfarandi efni kemur frá Global Group Media undir greinaröðinni „Rísandi konur“. Þetta efni endurspeglar ekki skoðanir fréttateymis NBC í Washington.“

Í þáttaröðinni Rísandi konur (e. Rising Women) er rætt við konur víða að úr heiminum sem þykja skara fram úr í sínum störfum í nýsköpun, hugmynda- og lausnasmíðum og hvatningu til grósku og framfara.

„Það er mikill heiður að vekja alþjóðlega eftirtekt fyrir orð sín og framgöngu. Ég hef sótt alþjóðlegar ráðstefnur í nokkur ár og ávallt talað líkt og ég geri í dag. Þetta hefur vakið verðskuldaða athygli enda eru frjálsar, óháðar og sjálfstæðar konur sem láta til sín taka af skornum skammti á heimsvísu. Að vera ég sjálf, standa með mér og uppruna mínum þykir verðmætt, einstakt og fágætt og nú eftirtektarvert. Ég er afar stolt, auðmjúk og þakklát enda er mín vegferð farin fyrir okkur öll” segir Sigríður Hrund meðal annars í viðtalinu.

Sjá einnig: Sigríður Hrund í viðtali við NBC – „Mikill heiður að vekja alþjóðlega eftirtekt fyrir orð sín og framgöngu“

Í samtali við Heimildina segist hún hafa fengið hvatningu frá alþjóðlegu tengslaneti kvenna, ein þeirra hafi hvatt hana til að komast í erlenda fjölmiðla og tekið viðtal við Sigríði Hrund. Segist hún hafa greitt fyrir viðtalið ásamt nokkrum erlendum konum.

Aðspurð um hvort hún geti sagt Heimildinni hvað umfjöllun í NBC kostaði svarar Sigríður Hrund neitandi.

Er það eitthvað trúnaðarmál við fréttastofuna? „Já. Það var ekki hálf hendin en það var gerður samningur sem er trúnaðarmál.“
Þannig að þú mátt í raun ekki segja frá því? „Nei.“

Sigríður Hrund segist vona að kona verði kjörin, hvort sem það verði hún eða önnur, segir hún þær konur sem hafa boðið sig fram ótrúlega færar konur. Eins og sjá má í broti úr viðtalinu hér fyrir neðan er hún þó sannfærð um að hún muni vinna.

„Ég mun vinna,“ sagði Sigríður Hrund í viðtalinu. „I´m Gonna Win, There You Go,“ svaraði hún þegar hún var beðin um að vera raunsæ.

Sigríður Hrund hefur þó enn ekki náð fjölda tilskyldra meðmæla, 1500 talsins, þrátt fyrir að rúmir þrír mánuðir séu síðan hún tilkynnti framboð sitt formlega. Hún stendur þó enn keik enda tæpir níu dagar eftir sem frambjóðendur hafa til að safna meðmælum. Aðspurð um hvort hún eigi séns miðað við skoðanakannanir en Sigríður Hrund mældist með 0,1% fylgi í fylgismælingu Prósents sem Morgunblaðið birti í vikunni svarar hún:

„Af hverju ekki? Skoðanakannanir hafa ekkert endilega sagt til um endanlega niðurstöðu. Allt getur breyst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Reynisfjöruslysið: Einstaklingurinn beri ábyrgð en ekki ríkið

Reynisfjöruslysið: Einstaklingurinn beri ábyrgð en ekki ríkið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Þeir sem eru sem lengst sokknir í Woke hugmyndafræðina eru mjög hrokafullir en sjá það ekki sjálfir“

„Þeir sem eru sem lengst sokknir í Woke hugmyndafræðina eru mjög hrokafullir en sjá það ekki sjálfir“
Fréttir
Í gær

Dularfullt hvarf breskrar konu skekur gríska sumarleyfisparadís – Eiginmaðurinn svaf vært á sólbekk við hlið hennar

Dularfullt hvarf breskrar konu skekur gríska sumarleyfisparadís – Eiginmaðurinn svaf vært á sólbekk við hlið hennar
Fréttir
Í gær

Segir tal um leyniþjónustu á Íslandi vekja spurningar: „Er verið að tala um að stíga skref í átt að stofnun erlends njósnaapparats?“

Segir tal um leyniþjónustu á Íslandi vekja spurningar: „Er verið að tala um að stíga skref í átt að stofnun erlends njósnaapparats?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“